Að hafa fyrir hlutunum

Ég hef heyrt fleiri en einn tala um það og er sömu skoðunar að fólk sem þarf lítið að hafa fyrir lífinu,- og þá er ég kannski mest að tala um nám í skóla og þegar það er að vaxa úr grasi,- það staðni og endi í meðalstöðu í þjóðfélaginu þegar það fer á vinnumarkaðinn. En hinir sem þurfa að leggja eitthvað á sig og berjast, læra að velgengni kemur ekki af sjálfu sér og nær oft lengra. En ætli þetta sé vísindalega sannað?

Munið þið eftir krökkunum sem áttu frekar erfitt með að læra, lögðu sig alla fram, lásu og reiknuðu og fengu samt lægri einkunnir en margir sem ekkert lærðu (að manni fannst)? Krakkarnir sem urðu jafnvel fyrir aðkasti frá öðrum krökkum. Þessir krakkar sem þurftu að hafa fyrir því að læra eða vera með. Hvað er þetta fólk að gera í dag? Maður heyrir ansi marga vera í einhverri framkvæmdastjórastöðu, forstjórar, bankastjórar eða eitthvað álíka.

Stefán Karl t.d. hefur sagt okkur það að hann hafi orðið fyrir aðkasti í skóla og þurfti að hafa ansi mikið fyrir því að vera gjaldgengur í skólanum. Hvar er hann í dag? Hann er þekktur leikari í Ameríku -Heimsfrægur í Latabæ...- (ekki að það sé kannski draumur sérhvers manns...) en þið vitið hvað ég meina.

Getur verið að þeir sem þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum lendi frekar undir í samfélaginu þegar fram í sækir? Þeir kunna ekki að taka mótlæti og kunna ekki að hafa fyrir því að láta hlutina ganga upp. Gefast strax upp ef á móti blæs. Ég er svolítið á þeirri skoðun amk.

Þessi stefna að láta börn ekki bera ábyrgð á neinu,- og þá er ég ekki að tala um foreldra, heldur stjórnvöld og samþykktir þeirra um lög og reglugerðir; að börn mega ekki vinna neitt nema kannski sópa í hálftíma á dag fyrr en þau eru orðin 16 vetra. Og þá jafnvel þurfa þau að vinna einhverja létta vinnu. En það eru mörg börn sem eru tilbúin til að vinna eitthvað miklu fyrr og hér áður fyrr í sveitunum báru börnin ábyrgð á einhverjum verkum í sveitinni um leið og þau höfðu vit til, þannig að þau fundu að þau skiptu einhverju máli.

Þessi krakkagrey sem eru full af orku og vilja til að leggja sitt af mörkum mæla göturnar og verða þannig auðveld fórnarlömb þeirra sem eru að veiða þessar sálir í fíkniefnaheiminum. - Guði sé lof fyrir íþróttirnar, tónlistarskólana, play-station og internetið... Þau hafa þá einhverja afþreyingu!!! En er hún holl? Íþróttirnar að sjálfsögðu og tónlistin líka,- en það er bara svo dýrt að margir foreldrar sem eru ekki í bankastjórastöðu hafa ekki efni á að halda þessu öllu úti. Hvað þá þegar börnin eru orðin fleiri en eitt.

Æ, ég velti þessu nú bara fyrir mér. En það er ekki eins og ég hafi neina lausn á þessu máli, því það er víst ekki mikið atvinnuleysi í þessu landi og þar að auki eiga börnin líka að vera í skóla,- halló,- ég er nú að kenna þeimErrm og þá er ekki mikill tími aflögu til að leyfa þeim að vera í einhverju léttu starfi,- eða hvað? En hvað með sumartímann? Unglingavinnan? Af hverju mega þau ekki vinna meira en hálfan daginn? Mér finnst alveg mega sópa meira af glerbrotum, týna fleiri fífla og planta fleiri blómum en gert er og er ekki tilvalið að leyfa þeim það? Jafnvel aðeins yngri en þau eru í dag þegar þau byrja í unglingavinnunni?

Spyr sá sem ekki veit.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 25936

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband