Hugsanir

Ég ætlaði reyndar að setja þetta hér inn fyrir nokkrum dögum... en ég ætla ekki að hætta við, þó þetta eigi kannski ekki best við á fyrsta degi ársins, jólin eru ekki búin og við eigum að njóta þeirra allt til enda.

Séra Halldóra, prestur í Rangárþingi ytra og Ásahrepp flytur oft mjög góðar ræður í messum sínum. Í jólamessunni í Haga á annan í jólum talaði hún um hugarfarið sem fylgir jólunum, hvað við leggjum í þau, venjur og siði, og mig langar svo að setja minn skilning á orðum hennar hér inn.

Maður einn hafði misst konuna sína og vinur hans var hjá honum rétt fyrir jólin. Þeir voru að ræða það hve erfiður tími jólin væru oft fyrir þá sem hefðu misst náinn ástvin. Hefðirnar minntu á hinn horfna og söknuðurinn gerði oft meira vart við sig á þeim tíma en öðrum. Ekkillinn sagði þá að það væri reyndar rétt, en sömuleiðis hefði hann aldrei meiri þörf fyrir jólin en einmitt nú, því þau færðu honum gleði og frið og á því þyrfti hann að halda akkúrat núna.
Í framhaldi af því sagði hún að vissulega værum við vanaföst og héldum í hefðir sem við hefðum skapað okkur í gegnum árin, en samt sem áður væri þetta ekki bara hefðir, því hvert eitt og einasta atvik sem við gerðum fyrir og um jólin gerðum við útaf því að okkur þætti það við hæfi. T.d. að skrifa jólakortin, gera hreint og svo framvegis.

Það sem mér fannst mest um vert í þessari ræðu er einmitt þetta; við höfum okkar siði og venjur og við gerum það af ákveðnu hugarfari. Ég t.d. sendi jólakort og það mörg fyrir hver einustu jól. Nú þegar ég þurfti að velja og hafna hvað af því venjulega sem ég geri fyrir jólin ég yrði að sleppa, þá kom ALLS EKKI til greina að sleppa jólakortunum. Þegar ég skrifa á kortin hugsa ég til þeirra sem ég er að skrifa og rifja upp einhverjar ánægjulegar minningar sem tengist viðkomandi, sendi honum mynd, kannski ekki, svona kort er akkúrat fyrir þennan aðila á meðan það hentar alls ekki þessum. Ég veit að máttur hugans er mikill og ég er sannfærð um að þessar jákvæðu hugsanir skila sér til viðtakandans, allavega þegar hann les kortið. Ég reyni líka alltaf að skrifa eitthvað meira en gleðileg jól inní þau og gera þau svolítið persónuleg.
Á sama hátt finnst mér hátíðleg stund þegar við setjumst ég og krakkarnir í kringum kortakörfuna og lesum kortin frá vinum okkar á aðfangadag þegar möndlugrauturinn hefur verið vaskaður upp. Hvert kort vekur upp aðrar minningar um viðkomandi og aftur eru hlýjar hugsanir sendar til vina og vandamanna. Einstöku sinnum hendir það að ég sé að ég hef gleymt einhverjum, en það gerist ekki oft.

Við erum venjur og siðir.
Mér þykja kortin mikilvæg og skrifaði þau með hléum um leið og ég gat farið að sitja upprétt.
Pakkar eru líka mikilvægir til þeirra sem mér þykir vænt um,- náði að redda þeim.
Heimabakstur finnst mér mikilvægur,- það finn ég núna þessi jólin sem ég náði ekki að baka neitt. Jú, maður getur verið án þess, en ég sakna þess samt að vera bara með búðarkökur.
Þrifin eru kannski minnst mikilvæg,- en mér finnst samt voðalega gott að hafa hreint í kringum mig þegar jólin ganga í garð, það fann ég núna þegar ég gat illa gert það sjálf. Þá er ég ekki að tala um inní skápunum...
Þannig að venjur okkar og siðir eru til einhvers, þeir eru til að gleðja okkur og aðra, veita okkur frið og ánægju. Jólin eru sá tími sem flestir siðir eru hafðir í heiðri og það veitir okkur gleði að hitta fjölskyldu og vini.
Þeir sem hafa misst einhvern finna líka gleði á jólunum, þó það sé stundum erfiðara.

Ræðan hennar Halldóru var frábær.

Söngur kórsins þótti líka góður Wink

Gleðilega jólarest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár Hulda og börn og takk fyrir þau gömlu !!!!!!!!!!

Kær kveðja

Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband