Hver bað um þennan snjó???

Halló!!! Það er sko október ennþá. Reyndar man ég að snjóflóðin fyrir vestan forðum voru í október, þannig að þetta er ekki einsdæmi og nú er aftur varað við snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.

En mér er alveg sama þó svona hafi einhvern tímann verið áður, ég vil ekki snjó svona snemma og ég er frekar umburðarlynd gagnvart veðri. Læt ekkert pirra mig og finnst allt veður gott nema þegar norðanáttin næðir í frosti, það þoli ég ekki. Og svo svona ótímabæran snjó.

Hvað á maður að gera eiginlega? - fara að skrifa jólakortin???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Nei, farðu út og búðu til snjókarl. Ekki væri verra að hann líktist Seðlabankastjóra. Vittu til, svo bráðnar hann einn daginn!

Hallmundur Kristinsson, 24.10.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Rétt...snjóflóðið á Flateyri féll 26. október. Man það svo vel því það er afmælisdagur pabba gamla. Fyrra snjóflóðið sem fékk á Súðavík var 16. jan sama ár. Þá eignaðist frænka mín dreng og Hjalti minn var nýfæddur. Þetta situr pikkfast í minninu...

Brynja Hjaltadóttir, 25.10.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Og ég skrifaði fékk...átti að sjálfsögðu að vera féll. Og þetta var 1995..

Brynja Hjaltadóttir, 25.10.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Mér líst vel á þetta með bankastjórann  hann væri bestur bráðinn.

Hulda Brynjólfsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband