Barnalán

P1010079 Anna Guðrún er 11 ára í dag. Ég hef ekki kaffiveislu fyrir vini og ættingja nema í 10 fyrstu afmælunum. Það er því mikið búið að pæla í hvernig eigi að halda upp á daginn. Niðurstaðan var að bjóða bestu vinkonu sinni í eitthvað skemmtilegt og þá vandaðist nú málið, því hún á aðeins of margar bestu vinkonur fyrir minn skóda-bíl Pinch. Mér tókst ekki að fá lánaðan mini-böss fyrir daginn, þannig Guðlaugur fór í sveitina og Agnes verður staðsett hjá vinkonu sinni á meðan við hinar förum og tjúttum eitthvað saman, því ég verð náttúrulega að fylgja með sem bílstjóri. Ákveðið var að fara í sund í Þorlákshöfn, bíó í Reykjavík og svo að borða einhversstaðar, enda svo á náttfötunum heima með popp og snakk.

Glæsilegt ekki satt?!
Nei, þá er ein fingurbrotin og getur ekki farið í sund. Ég hélt að það yrði nú ekki mikið mál, hinar gætu farið í sund og við og þessi fingurbrotna gætum gert eitthvað saman á meðan. Anna Guðrún horfði á mig lengi... "Hva, heldurðu að henni finnist ekki gaman að vera með mér?" spurði ég.
Hún kaus að svara þessu ekki.

Við ætlum því að fara í keilu í staðinn fyrir sund, bíóið stendur og svo sjáum við til hvar þær borða.
Mín ólétta Píla ætlar að passa húsið á meðan Joyful.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 25927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband