Leikhús og dans

Ég fór í leikhús á föstudaginn. Sá Fló á skinni. Það var alveg ferlega fyndið. Vel leikið líka. Ég rúllaði alveg af hlátri. Það var samt líka svolítið fyndið að fylgjast með salnum Cool.

Leikritið snýst um misskilning og vandræðagang honum fylgjandi og því hálfgerð endaleysa. Það þarf stundum ákveðið hugarfar til að fara að sjá slíkt leikrit. Allavega tekur maður því eins og það er og setur sig í ákveðnar stellingar, en sumir höfðu greinilega ekki gert það áður en þeir fóru. Einn fyrir framan mig var alvarlegur allan tímann. Stökk ekki bros. Ég vorkenndi þeim sem var með honum, því þann einstakling langaði til að brosa en geðillska sessunautarins dró allan mátt úr honum. En ég skemmti mér samt einna best yfir þeim sem sat fyrir aftan mig, því rétt fyrir hlé bárust mjúkar hrotur yfir öxlina á mér. Ég ætlaði varla að trúa þessu, því háfaðinn frá hlátrasköllunum í salnum voru svo mikil stundum að ég heyrði ekki hvað leikararnir sögðu. En jú, maðurinn hraut.

Eftir hlé, byrjaði hann aftur að hrjóta. - Geri aðrir betur. Wink

Við borðuðum á Kringlukránni áður en leiksýning hófst og þar fékk ég kengúrukjöt í fyrsta skipti.
- Það var nammigott.

Það var síðan ákveðið að taka skemmtanalífið með stæl þessa helgina, þá loksins var farið til þess og við vinkonurnar fórum á Players á laugardagskvöldið. Þar var hljómsveit sem heitir Dresscodes að spila. Ég vissi ekki að hún væri til, en inniheldur Davíð Smára sem var einu sinni í idol-keppninni. Kannski kannast einhverjir við hana þó ég geri það ekki. Það er sko ekki að marka,- fylgist ekki  með í þessum bransa.
Hún var fanta-góð. Og við dönsuðum alveg stanslaust í 3 klukkutíma,- líka í hléinu!
Geggjað stuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 25872

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband