11.10.2008 | 23:02
Gleymin
Fólk þarf ekki að þekkja mig mikið til að vita að ég er alveg hryllilega gleymin. Man ekki fyrir horn eins og sagt er. Núna hef ég t.d. gleymt láta fréttast að ég er aftur farin að syngja. Maður er einhvernveginn virkari í svoleiðis vafstri á veturna heldur en á sumrin.
Ég fór semsagt aftur í Ljósbrá nú í haust og er að syngja í kirkjukór Marteinstungu- og Hagasóknar líka... Svolítið slæmt þegar ég gleymi að mæta í messurnar samt ...
En í gærkvöldi var fyrsta söngframkoma okkar í Ljósbrá á þessum vetri. Við hittumst fimm (5) kórar á Flúðum í gærkvöldi og sungum nokkur lög hver fyrir annan. Það var mjög gaman og ég held að það hafi tekist ágætlega, þó svo að mæting kórfélaga hafi verið fyrir neðan 50%. Eins gott að það eru tæplega 40 konur í þessum kór. En við þöndum okkur þarna sem aldrei fyrr og fólk klappaði, en Hreppamenn eru reyndar þekktir fyrir kurteisi og góða siði, þannig að kannski var það ekki alveg marktækt ...
Þetta var virkilega gaman. Var eiginlega búin að gleyma því hvað maður fær mikið út úr því að syngja svona út um dintinn og dantinn.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.