The story repeats itself...

Það er sagt að sagan fari alltaf í hringi og endurtaki sig. Tískan sem var einu sinni kemur aftur, nánast óbreytt, verður svo aftur hallærisleg, þangað til hún slær í gegn á ný. Tónlistin verður vinsæl aftur... Ég heyrði um daginn að við værum komin aftur á áttunda áratuginn. Verðbólgan væri í hæstu hæðum og ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson væru vinsælustu böndin Wink . Tískan!?! Nei, ég hef engan séð með sítt að aftan og túperað hár LoL eða var það kannski níundi áratugurinn?!

Mér finnst samt eins og mín saga gangi í miklu hraðari hringi, tískan hjá mér breytist lítið, því ég nenni ekki að fylgjast með henni, ég fylgist líka lítið með tónlist fyrir utan það að hlusta bara á það sem mér finnst skemmtilegt og ABBA og Villi eru þar alveg ofarlega. En það er svona þetta daglega sem ég meina. Maður er aftur farinn að labba um með hausinn aftur á bak, horfandi á norðurljósin og aðdáun mín yfir því magnaða sköpunarverki lætur engan bilbug á sér finna. Fullt tungl; eða næstum því, stjörnur, svolítið frost - ahhh!!! Þett'er lífið!

Var á kirkjukórsæfingu áðan og það gekk þrælvel, en þangað fór ég gangandi og naut þess í botn að vera í þessu fallega vetrarveðri,- en mér finnst eins og ég hafi á svipuðum tíma í fyrra notið þess líka og jafnvel haft orð á því hér á þessari síðu Halo, þannig að kannski fer ég bara að gera copy/paste hérna... kannski ekki. Ég er bara hrifnæm og þetta finnst mér alltaf svo flott og hrífst af fegurðinni. Ég held næstum að ég gæti samið ljóð um þetta... Blush eða nei, annars... læt duga að hrífast.

Lái mér hver sem vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Sumir rausa og rífast
og reikulir staulast heim.
Aðrir af himninum hrífast.
Hulda er ein af þeim.

Hallmundur Kristinsson, 14.11.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

 Takk! Þessi er flott .

Hulda Brynjólfsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband