18.10.2008 | 09:41
Barnalán
Anna Guðrún er 11 ára í dag. Ég hef ekki kaffiveislu fyrir vini og ættingja nema í 10 fyrstu afmælunum. Það er því mikið búið að pæla í hvernig eigi að halda upp á daginn. Niðurstaðan var að bjóða bestu vinkonu sinni í eitthvað skemmtilegt og þá vandaðist nú málið, því hún á aðeins of margar bestu vinkonur fyrir minn skóda-bíl . Mér tókst ekki að fá lánaðan mini-böss fyrir daginn, þannig Guðlaugur fór í sveitina og Agnes verður staðsett hjá vinkonu sinni á meðan við hinar förum og tjúttum eitthvað saman, því ég verð náttúrulega að fylgja með sem bílstjóri. Ákveðið var að fara í sund í Þorlákshöfn, bíó í Reykjavík og svo að borða einhversstaðar, enda svo á náttfötunum heima með popp og snakk.
Glæsilegt ekki satt?!
Nei, þá er ein fingurbrotin og getur ekki farið í sund. Ég hélt að það yrði nú ekki mikið mál, hinar gætu farið í sund og við og þessi fingurbrotna gætum gert eitthvað saman á meðan. Anna Guðrún horfði á mig lengi... "Hva, heldurðu að henni finnist ekki gaman að vera með mér?" spurði ég.
Hún kaus að svara þessu ekki.
Við ætlum því að fara í keilu í staðinn fyrir sund, bíóið stendur og svo sjáum við til hvar þær borða.
Mín ólétta Píla ætlar að passa húsið á meðan .
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.