11.10.2008 | 18:26
Þjóðfélagið
Ég velti því aðeins fyrir mér af hverju sumir af þeim stráklingum sem hafa leikið sér með tölur nokkur síðastliðin ár hafa horfið sporlaust þegar vandinn knýr á af þeirra völdum að því er virðist???
Það er ljóst að "auðmennirnir" , sem flugu um í einkaþotum eða keyptu sér þyrlu voru ekki að leika sér með peninga, heldur eingöngu tölur. Allavega eru þessir peningar hvergi til í dag. Það vita líka allir hálfvita menn að tölurnar í kauphöllinni byggjast ekki á beinhörðum peningum (eins og gull t.d.) heldur á geðþótta þeirra sem vilja kaupa eitthvað af þeim bréfum sem þar eru til sölu.
Samt gátu þeir nú keypt sér þyrlu og tölurnar skiptu um eigendur. Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar. Ég keypti bara mjólk og brauð (sennilega mistök...)
En það sem ég er að velta fyrir mér er t.d. maðurinn sem stjórnaði Glitni á síðasta ári... Fyrstu stafirnir eru Bj Á. Hvar er hann núna? Hvers vegna ákvað hann að yfirgefa Glitni þegar hann gerði það? Hvað tók hann ekki mikið með sér af skiptimynt þegar hann fór??? Getur verið að hann hafi vitað eitthvað um það í hvað stefndi?
Ég er þeirrar skoðunar að þeir eigi að vera skaðabótaskyldir þessir einstaklingar sem rökuðu til sín fé, gáfu saklausu fólki ráð, fólki sem nú er jafnvel allslaust og meira en það og sér enga lausn á sínum vanda. - Ef eitthvað af þessum tölum sem þeir léku sér með eru í dag peningar, þá eiga þeir að leggja eitthvað af þeim til baka í hýtina sem þeir lögðu grunninn að.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.