22.3.2008 | 18:32
Páskarnir á morgun.
Gleðilega páska gott fólk.
Ég sit og geri fjársjóðskort fyrir börnin mín svo þau geti leitað að páskaegginu sínu á morgun. Það finnst þeim alveg óskaplega gaman og vilja hafa það flókið svo að eitthvað fútt sé nú í þessu. Sonurinn bað um að sínar leiðbeiningar yrðu á ensku þetta árið en hann er að æfa sig í henni.
Ég hef gert þetta síðan þau voru 3 og 4 ára og þá teiknaði ég myndir fyrir þau. Þegar þau urðu læs breyttist það í texta með léttum vísbendingum, en ég hef fengið ákúrur fyrir það undanfarin ár að þetta sé nú alltof einfalt hjá mér. Þannig að nú er ég örlítið andlaus og sit hér alveg sveitt yfir að búa til flóknar vísbendingar,- á ensku.
En ég hef líka hrikalega gaman af þessu og það er bara svo gaman að gera eitthvað sem er pínu hversdagslegt örlítið skemmtilegra með svona, þannig að ég ætla að halda áfram að semja.
Megið þið njóta páskahátíðarinnar öll sömul og þeirra leikja sem þið finnið uppá með ykkar börnum, öðrum fjölskyldumeðlimum eða vinum. Og farið varlega í páskalambið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2008 | 20:52
Tilraun
Myndirnar mínar eru alltaf svo litlar þegar ég set þær inná bloggið. Ætla að gera tilraun með eina hérna og vita hvort hún verður stærri. Nái hún að vaxa ætla ég að leyfa henni að vera.
JAMM,- þetta virkaði semsagt ekki. Er einhver sem getur leiðbeint mér??? Af hverju eru á sumum bloggsíðum myndir sem ná yfir hálfan eða allan skjáinn? ...en ekki hjá mér?
Bloggar | Breytt 22.3.2008 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2008 | 20:37
Dýrðardagar
Ég og mitt fólk fór í alveg dásamlega ferð í dag.
Fyrst til Víkur, þar sem fjaran var skoðuð ítarlega
Síðan stoppuðum við á Skógum, skoðuðum safnið
Það var verulega skemmtilegt. Veðrið var yndislegt og allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Mæli algjörlega með svona páskaferðalögum.
Bloggar | Breytt 22.3.2008 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2008 | 18:50
Verð að tjá mig
Ég get ekki annað en tjáð mig hérna þó svo að færslan snúist kannski meira um kvennafótboltann en kvennahandboltann. Ég ætla líka að fyrirbyggja þann misskilning að ég hafi vit á íþróttum og þá sérstaklega boltaíþróttum. Ég hef það ekki mikið. Fylgist ekkert náið með skulum við segja.
Ég kemst samt ekki hjá því að fylgjast með þeim raunum sem karlalandsliðið í fótbolta hefur átt í undanfarið og þar á meðal hversu illa gekk að fá nýjan þjálfara fyrir liðið,- sem æfir sjaldan saman (ef eitthvað) og hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel undanfarið. "Strákarnir okkar" hafa heldur ekki gert neina sérstaka hluti í handboltanum undanfarið.
En stelpurnar eru bara að gera helling,- hafa unnið marga landsleiki undanfarið, allavega í fótboltanum kannski í handboltanum líka, ég hef bara ekki fylgst nógu vel með til að tjá mig um það.
Og þar með kem ég að því sem ég vil tjá mig um; AF HVERJU er boltaíþróttum kvenna ekki gert hærra undir höfði? Ef þessir karlar (með fullri virðingu fyrir þeim) eru að fara að spila landsleik, þá er allt sett úr skorðum, barnatímanum á RÚV er slaufað - með miklu harmakveini hjá börnum sem ekki skilja þetta. Fréttir eru færðar til. Við fáum beinar lýsingar bæði fyrir og eftir, viðtal við þjálfara, spekúlasjónir frá gömlum íþróttahetjum og svo framvegis og svo framvegis....
En stelpurnar... Nei, kannski í miðju íþróttayfirlitinu er sagt frá því með einni setningu að þær hafi unnið Skota í landsleik eða eitthvert annað lið. Engin viðtöl í aðalfréttum,- bein útsending? Ekki á besta tíma allavega og þannig mætti lengi telja...
En þetta á við miklu fleiri íþróttagreinar reyndar.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja að ræða um fötluðu snillingana okkar sem raða inn gullverðlaununum á ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum...
Þá fyrst verð ég nú brjáluð...
Ísland hélt hreinu í seinni hálfleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2008 | 09:32
Fortíðin
Önnur systra minna (sem er reyndar lasin í Þýskalandi - hefði nú eytt páskafríinu öðruvísi...) er að lesa bók. "Fyrirgefningin" heitir hún. Þegar hún hafði lesið smá stund sendi hún mér þetta í sms:
Fyrirgefningin snýst um að láta af von um betri fortíð.
Mér fannst þetta snilld,- sérstaklega fyrir fólk sem er að velta sér uppúr mistökum sem það hefur gert einhverntímann á lífsleiðinni. Ég sagði vinkonu minni þetta og þá kom hún með enn meiri snilld til viðbótar við þessa snilld:
Frá og með deginum í dag, er það okkar að skapa okkur betri fortíð.
Halló! Ég umgengst bara snillinga ! Ég er farin að skapa mér ógleymanlega fortíð!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 09:22
Kemur á óvart...
Varað við krossfestingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 17:45
Bláfjöll
Í fyrsta skipti á minni löngu ævi, komst ég í Bláfjöll í gær. Stóru börnin mín eru orðin nokkuð fær á skíðum,- þarf ekki að taka það fram að það er ég EKKI!!! . Ég ætla mér ekki einu sinni að verða góð á skíðum, því mig langar ekki að læra það. Finnst hins vegar ágætt að börnin mín finni sig í þessari íþrótt og þyki það gaman og er alveg til í að skutlast með þau til að renna sér smá.
En ég og Agnes Fríða vorum á STIGA-sleða ! Renndum okkur bara í æfingabrekkunni,- eða svona aðeins til hliðar. Það var bara gaman! Þegar hún vaknaði í morgun sagði hún; "Mamma, manstu við vorum að renna okkur í snjónum? Við sögðum Jahúúú!!!"
Það er ljóst að það voru fleiri en ég sem skemmtu sér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 17:38
Að undanförnu
Ég er búin að vera soldið bissí undanfarið en er komin í páskafrí, eins og flestir aðrir geri ég ráð fyrir, nema þeir sem vinna í verslunum og á umönnunarstofnunum.
Árshátíðin okkar er búin. Þar var unnin leiksigur á öllum sviðum. Þvílíkt sem gekk vel og þessi börn eru bara snillingar. Þau klikka sko ekki á því sem þau taka að sér.
Það var lagt í ýmislegt og t.d. var smíðaður veglegur skólabíll fyrir tveggja mínútna atriði...
Sumum fannst það soldið mikið í ráðist, en það er ljóst að hér eftir verður atriði í skólabíl skyldu-atriði á árshátíðum skólans .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:23
Hvænær trúir fólk?
Er ekki rétt að reyna að trúa því að það sé vont veður þegar vegum er lokað?
Ég efast um að björgunarsveitarmönnum finnist gaman að hjálpa þeim sem fara af stað útí óveðrið þegar búið er að láta vita að það sé ófært. Þetta er grínlaust og þá er ég ekki farin að tala um kostnaðarhliðina.
Suðurlandsvegur ófær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2008 | 14:51
meiri snjó, meiri snjó...
Vont veður í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar