25.8.2008 | 20:41
Skólasetning
...var í dag í mínum skóla. Einn af nemendum mínum frá fyrra ári, sagði svo hátt að glumdi í skólanum um leið og hann gekk inn um dyrnar: "Loksins er kominn skóli aftur!" (Hann er í öðrum bekk núna ) Það er gaman að fá nemendur sína svona tilbúna inn um dyrnar .
Nú hefst hin daglega rútína aftur. Ég er búin að endurheimta soninn úr sveitavinnunni, sælan og ánægðan. Og ég ennþá ánægðari að fá hann heim. Það verður síðan haldið áfram í æfingum og nú á að taka handboltann með trompi. - Enginn smá hvatning svona árangur eins og á Ólympíuleikunum. Annars varð hann Íslandsmeistari í fyrra með sínu liði, annað árið í röð, þannig að honum gengur nú bara vel.
Æ, það verður ósköp gott að komast í reglulegt líferni aftur .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 17:31
Sigur
Í mínum huga var þessi handboltaleikur sigur og ég var hálfklökk þegar þeir tóku við silfurverðlaununum.
En það var svolítið sorglegt að akkúrat í þessum leik skyldi enginn í liðinu finna sig. Þeir hefðu getað unnið þennan leik ef þeir hefðu spilað eins og þeir hafa gert undanfarið,- allavega verið með betri markatölu.
En samt sem áður. Þetta var GLÆSILEGT!!!! og til hamingju .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 16:58
Handbolti
Það er svona frekar markmið hjá mér að blogga ekki um það sem er mest bloggað um af öðrum, en nú get ég ekki orða bundist. TIL HAMINGJU ÍSLENDINGAR!!!! Þvílíkur leikur! Ég er ennþá hás.
Það var vinnustopp hjá okkur, búið að tengja tölvu við breiðtjald og við sátum öll og horfðum á Íslendingana vinna Spánverja. Þetta var svakalega skemmtilegt og með betri leikjum sem ég hef horft á,- að vísu dáldið mörg færi sem fóru til spillis, en við unnum samt og það er nóg.
Verst hvað það er dýrt að skreppa til Kína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 20:10
Skólavörur
Við erum með sameiginleg ritföng í mínum bekk og hvert foreldri greiðir 1.500,- íslenskar krónur. Ég hef heyrt sömu upphæð í öðrum skólum. Við eðlilega kaupum það ódýrasta og fáum góða magnafslætti, en samt... Mér finnst þetta ekki alveg eðlilegur verðmunur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 21:29
Menning
Menningarnótt er um helgina.
Ég man ekki hvort ég var á þeirri fyrstu,- ég held það en hef ekki farið síðan. Ætla ekki heldur núna. Langar samt smá en það er löngun sem ég get alveg bælt niður .
Hins vegar er landbúnaðarsýning á Hellu þessa daga og þangað ætla ég að fara. Held að þar sé ýmislegt sem er gaman að skoða og sjá.
En svo aftur á móti fer alveg saman að fara á Hellu og kíkja svo á menningarnótt,- taka sólarhringinn í málið. Maður hittir víst marga þarna skilst mér,- tja nóg er af fólkinu þar amk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 18:34
Fyrsti vinnudagurinn
Sumarfríið mitt er búið. Það er búið að vera alveg meiriháttar, algjörlega og fullkomlega eins og ég vil hafa það. Ferðalög, útivist, samvera með fjölskyldu og vinum, áreynsla, slökun algjörlega frábært veður og svo framvegis og svo framvegis.
Ég er ágætlega sátt við að vera að byrja að vinna aftur, alveg klár í slaginn, en ég er samt alveg staðráðin í því að sumarið er ekki búið og svo er haustið alveg yndislegur tími líka,- ég á t.d. eftir að fara í ber, Svarfaðardalinn, réttirnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 13:27
Verðlagning
Í gær sá ég sturtuklefa sem kostaði milljón iskr. !!!
Ég gat alls ekki séð í hverju verðið fólst. - Það var ekki svona geimstöð eins og sumir hafa fengið sér, heldur bara kassi - fyrir tvo að vísu, en...
Ég velti fyrir mér; hvað gerir fólk í sturtu? Ég þvæ mér þar og er frekar snögg að því, ég þarf ekki að hlusta á útvarp á meðan eða vera með rauða lýsingu, mér finnst það hæfa öðrum aðstæðum. En þetta væri ekki til ef fólk væri ekki til í að borga fyrir svona, þannig að þetta virkar greinilega.
Ætli Jói Fel sé með svona sturtu!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2008 | 17:12
ABC
Anna Guðrún er búin að margbiðja mig að fá að styðja barn hjá ABC-barnahjálpinni. Í fyrradag skráðum við okkur í hjálpina og fengum fjögurra ára stúlku á Filippseyjum til að styrkja. Við höfum fengið upplýsingar um hana og mynd og fleira og hún er óskaplega mikið krútt. Manni finnst strax að maður sé búinn að gera góðverk þó lítið sé og vonar og veit að þetta skiptir máli fyrir hana og fjölskyldu hennar.
Það er annars óskaplega lítið mál að taka að sér svona barn og styrkja með lítilli upphæð í hverjum mánuði, miklu minna mál en ég hélt. Ef þið hafið áhuga þá er slóðin www.abc.is .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 12:05
Veiðivötn
Ferð okkar í Veiðivötn er lokið. Í stuttu máli sagt, þá hafði ég ekkert uppúr henni nema mýbit .
En það er náttúrulega bæði illa sagt og bölvuð lygi. - Þetta var alveg dásamlegt!
Veðrið var alveg yndislegt, en í staðinn var mikil fluga:
Þar sem ég er ekki mikið í veiði er ég og mitt fólk ekki með allan útbúnað sem veiðimenn annars hafa og eigum t.d. ekki vöðlur. Það kom í ljós að svoleiðis er nauðsynlegt! Ég ákvað því að fara úr sokkum og skóm og vaða útí til að geta kastað færinu lengra. Það var allt í lagi, nema að það sem stóð uppúr vatninu og niður undan buxunum varð þakið af þessum yndislegu litlu kvikindum sem nærðu sig á blóði mínu eða hvað það er sem þær sjúga úr manni bölvaðar. Ég er semsagt bitin af flugu á fæti og það er ekki þægilegt eins og þeir vita sem reynt hafa.
Við urðum svolítið vör, sérstaklega fyrri daginn, en þegar loksins beit á hjá mér, þá fór öngullinn af og þar með fiskurinn... Guðlaugur veiddi 3 litla, en henti þeim þar sem þeir voru ekki ætir.
Liðið í vöðlunum hins vegar veiddi helling og í heildina held ég að þau hafi farið heim með 10 fiska eða svo. (Ég er ekkert afbrýðisöm útí þau, nei, nei, nei, nei ...)
Þetta var alveg frábært og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Staðurinn er yfirnáttúrulega fallegur og vötnin ótrúlega mörg. Þarna er yndislegt að vera,- ef flugan léti mann í friði og veðrið var ofsalega gott. En því miður þá flokkast svona sólskin ekki sem veiðiveður og það urðum við alveg vör við. Næst ætla ég að panta súld takk fyrir, en það er alveg á hreinu að mig langar að prófa meira af svona.
Við gerðum nefnilega þá merkilegu uppgötvun að svona veiðiferðir snúast um annað og meira en bara að veiða og landa fiski og það var nú alveg orðið tímabært hjá mér,
- komin á þennan aldur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2008 | 09:44
080808
Þetta er stór dagur!
Flott dagsetning allavega.
Vinkona mín er fertug í dag og ein af þeim mörgu hjónum sem ætla að gifta sig þennan dag ákváðu að hafa mig viðstadda, þannig að ég er að fara í brúðkaup seinni partinn. En svo þekki ég líka ungan mann sem er átta ára í dag og það finnst mér eiginlega merkilegast .
- 8 ára 08.08.08 - geri aðrir betur!
Ég var að flækjast um daginn og keyrði með dæturnar að Ægissíðufossi í Ytri-Rangá (við Hellu). Það er mjög fallegur foss og tilheyrir veiðisvæði Rangárinnar. Við vorum nú aðallega að njóta þess að vera þarna í fallegu veðri en fengum óvæntan bónus.
- Fiskarnir stukku nefnilega hvað eftir annað uppúr ánni og glitraði á silfraðan skrokkinn. Hafi ég einhverntímann komist nálægt því að gerast veiðiþjófur, þá var það þarna,- svakalega hefði ég verið til í að vera með stöng í bílnum. En svo fór maður bara að fylgjast með og njóta þess að horfa og það var í rauninni alveg nóg.
Ég er ekki mjög vel að mér þegar kemur að fiskum og stangveiði eða veiðimennsku almennt. Ég veit þó að það sem hafði verið byggt þarna við hliðina er laxastigi sem auðveldar laxinum að komast ofar í ána. - Það sem ég skil ekki er af hverju í miðjum stiganum var hlið og það var lokað, þannig að þeir fiskar sem þarna börðust upp stigann urðu að snúa við af því að þeir komust ekki lengra. Er þetta til að halda fiskunum dreifðum í ánni svo að það sé veiðivon í henni allri eða um hvað snýst þetta?
Ég alla vega vorkenndi fiskunum að koma svona að luktum dyrum eftir allt erfiðið.
Annars er ég að fara í Veiðivötn á sunnudaginn,- það verður spennandi að sjá hvort ég fiska eitthvað - eða krakkarnir .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar