12.12.2008 | 10:15
Umhleypingar
Þetta er nú meira... Skiptist á að vera alauð jörð eftir slagveðursrigningu eða alhvít jörð eftir éljagang og snjókomu. Og rokið í nótt.
Húsið mitt blístraði!!
Það hvein svo í vindskeiðum og þaki að það blístraði,- það er ekkert sérstaklega gott að sofa við slík hljóð.
Stekkjastaur kom víst til byggða í nótt í þessu líka veðrinu, ekki skrítið að honum hafi yfirsést eitthvað... ég fékk allavega ekki neitt í minn skó.
En hvort það var hann sem færði þvottasnúrurnar mínar lengst út í móa skal ég nú ekki alveg segja um, ég gruna annan hrekkjalóm um það...
... þennan sama og hélt fyrir mér vöku með blístrinu...
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.