Af læknum

...og þá er ég ekki að segja frá læknum sem rennur, heldur læknum sem maður talar við.

Ég heyrði í tveimur í gær, annan hitti ég, hinn talaði ég við í síma. Í rauninni voru bæði samtölin ánægjuleg. Sá sem skoðaði á mér hnéð sagði að það væri bara flott og þyrfti líklega ekki mikið til að laga það, en ég þyrfti í segulómun til að skoða það betur (ekki gátu þeir nú gert það þegar þeir ómuðu bakið...). Hann vill samt ekkert gera fyrr en bakið er orðið betra og þar með heyrði ég í hinum lækninum,- þessum sem sér um bakið á mér.

Hann var alveg óskaplega ánægður að ég skuli vera orðin verkjaminni og finni ekki fyrir lömun í neinum mikilvægum líkamshluta Frown... það var semsagt hætta á því...
Ég á semsagt að geta unnið sjálf á þessum brjóskbita sem er að flækjast laus í hryggnum á mér við hliðina á þessu skriði og liðþófanum sem pokar út í loftið. Gleðilegt.
Og nú er ég að vinna í því. Ég má labba meira og núna úti líka, fara í sund þegar ég treysti mér, bara ekki gera neitt sem veldur sársauka.

Mér finnst þetta bara alveg óskaplega stór sigur, miðað við það að eiga að liggja á hægri hliðinni, kyrr eins og flattur þorskur á steini og láta þjóna mér við hvert verk!
Mein Gott, það var erfitt.

Þeir segja að lífið byrji um fertugt. Ólræt,- mitt er að byrja aftur og aftur og ég er fourty-oneSideways.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband