Piparkökur

Anna Guðrún (11 ára) og vinkona hennar (12 ára) ákváðu að rétta mér hjálparhönd við jólabaksturinn. Þeim var tilkynnt að ég gæti ekki gert handtak vegna bakverkja, þær yrðu að vera sjálfbjarga.

- Ekki málið! Smile

Svo bökuðu þær piparkökur.

Þær voru varla komnar úr ofninum þegar átti að búa til glassúr.
Augnablik sagði ég, en það var ekki við það komandi. Kökurnar bornar út á hlað til að kæla þær svo hægt væri að skreyta - eða aðallega smakka.- held ég Happy

Eftir smá stund er kallað: "mamma, þett'er svo þunnt!!!"
Ég fór fram til þeirra og þá voru þær með gult, rautt og grænt vatn fljótandi í 3 skálum og ponsulítinn flórsykur í hverri. Aðstoðar var þörf. Því mesta af vatninu var hellt úr og flórsykri bætt í, síðan hrærðu þær í hverri skálinni og nú var Agnes (3 ára) komin til aðstoðar og fékk eina skál að hræra í. Þær voru síðan bornar á eldhúsborðið og raðað í kringum kökurnar.

ÚPPPS!! - heyrist þá úr eldhúsinu.
Ég stökk af stað til að athuga hvað væri að,- svona eins og bakveikt fólk stekkur af stað... Frown... og við mér blasti stórkostleg sjón:

Agnes stóð fyrir neðan stólinn sem hún hafði staðið á, með skálina fyrir neðan sig, gulan glassúr lekandi niður úr hárinu og eiginlega öllu sem í kringum hana var, þar með talið innréttingin og eldhúsgólfið...Pinch.

Þið bjargið þessu stelpur mínar, sagði ég, Agnesi í bað takk og skúra eldhúsgólfið!
Já, mamma mín, við gerum það, sögðu vinkonurnar auðmjúkar.

Það var heldur ekkert svikist um og kökurnar voru líka skreyttar,- þessar elskurHeart.
Besta var að ég var alveg bjargarlaus og gat ekki hjálpað þeim, þannig að þær urðu að redda þessu sjálfar og gerðu það líka alveg. Oft held ég að maður taki of fljótt fram fyrir hendurnar á þeim þegar þau eru að gera eitthvað fyrir mann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband