Skakkt númer.

Finnst ykkur ekki dásamlegt þegar síminn hringir rétt fyrir 4 á nóttunni og ung drafandi rödd segir: "Fyrirgefðu skakkt númer!" - Alveg minn tebolli Angry.

Sérstaklega þegar maður hrekkur upp með dynjandi hjartslátt og nær sér ekki niður aftur næstu klukkustundirnar.
Reyndar var þetta ekki alslæmt, því ég upplifði fallega nótt. Það rigndi í allan gærdag, en nú var farið að snjóa. Algjört logn og snjórinn flaut til jarðar í fallegum flygsum (ekki samt hundslappadrífa,- elska það orð yfir snjókomu Smile. Það var algjör kyrrð, ekkert hljóð heyrðist og snjórinn dempaði andardrátt heimsins. Svalur gustur barst inn um gluggann en samt ekki, því það var alveg logn og úti svartamyrkur.
Það var ekki hægt annað en njóta.
Rétt áður en ég fór aftur undir sæng, sá ég hund sitja undir ljósastaurnum úti og horfa á mig. Efast samt um að hann hafi séð mig, því fyrir utan jólaseríurnar í gluggunum var allt slökkt. Hann bara sat þarna, grafkyrr, við horfðumst í augu smá stund og svo fór ég og skildi hann eftir. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann vildi, en hann var fallegur.

Hann var farinn þegar ég fór á stjá seinna- á kristilegum tíma altsvo. Þá henti ég brauðmolum á sólpallinn og fékk kærkomna gesti í mat sem sungu fyrir mig á meðan þeir borðuðu. Algjör krútt þessir snjótittlingar þegar þeir skoppa hinum megin við glerið sem maður situr við og ef maður hreyfir sig ekkert, þá fljúga þeir ekki burt. Tína í sig molana, rífast stundum smávegis en eru annars nokkuð góðir vinir.

Ég velti því samt alltaf fyrir mér af hverju fuglar fljúga aldrei á hvern annan þegar þeir eru svona margir saman. Ég meina þeir fljúga á gluggarúður, hvaða umferðarreglur gilda í háloftunum,
I wonder.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband