Heilsan

Ég held að ekkert sé mikilvægara en heilsan. Það finnur maður þegar hún bregst manni. Ég fékk að vita það í gær að bakið á mér væri ónýtt að hluta ef ekki alveg allt saman. Allavega líður mér þannig núna.

Eftir að hafa farið í segulómun og fengið að prófa þetta magnaða rör sem fólk með innilokunarkennd hræðist svo mjög,- það reyndar var upplifun sem var alls ekki slæm, kom í ljós að ég er með skrið í hryggnum uppá 7 millimetra. Og hafandi reynslu af bæði saumaskap og smíðum, geri ég mér grein fyrir að það er bara skrambans ári mikið.  - Verð reyndar að viðurkenna að verkirniir eru líka skrambans ári miklir.

Liðþófinn hefur ýtt einhverju brjóski utan í taug sem liggur niður í vinstri fót og þar með koma þessar kvalir sem hafa glatt mig undanfarnar vikur. Einhvernveginn er alltaf léttir þegar niðurstaða er fengin og maður veit af hverju maður finnur til.

Ég hef talað við nokkuð marga einstaklinga í dag og í gær og að sjálfsögðu er ég ekkert ein um  að hafa lent í svona löguðu og flestir eru í fullri vinnu og líður bara bærilega, þannig að ég er alls ekki vonlaus. Nú tekur bara við baráttan við að ná heilsu aftur og síðan að halda henni. Mig langar alveg óskaplega mikið til að losna við aðgerð, en á eftir að finna almennilega útúr því hvernig ég kemst hjá því.

Fyrst í stað á ég að liggja kyrr,- grafkyrr, á hægri hliðinni (til að hlífa þeirri vinstri...) og athuga hvort verkirnir minnka eitthvað (hafið þið prófað að pikka á lyklaborð liggjandi á hægri hliðinni og verandi rétthent???  Það er nokkuð flókið.) En þetta er samt hlutur sem ég hef átt frekar erfitt með að höndla í gegnum tíðina - að vera aðgerðarlaus - og því verður það líklega erifðasta lexían mín.

En við erum hér til að læra og svo lengi lærir sem lfiir. Nú ætla ég að læra að hafa hægt um mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband