Bíllinn minn

Ég fór með bílinn minn í dag og lét setja vetrardekkin undir. Var reyndar alveg óskaplega ánægð með það verk. En þegar ég kom að sækja hann var komin beygla í stuðarann sem ég hafði ekki tekið eftir áður.

Sá sem skipti um dekkin sór að þetta hefði ekki gerst hjá honum og ég get svosem ekki svarið fyrir að það sé rangt, þar sem ég horfi ekki röntgen-augum á bílinn minn öllum stundum, en beyglan er samt það áberandi að ég held ég hefði tekið eftir henni ef hún hefði verið komin áður. Þar fyrir utan var bíllinn að koma úr sprautun eftir annað óhapp bara síðasta miðvikudag og ég hef lítið keyrt hann síðan. Alltaf þegar ég legg í stæði, þá bakka ég ekki heldur legg inn í þau og það voru aldrei neinir bílar fyrir framan mig. Ekki svo ég geti munað eftir í það minnsta. Og hvað geri ég þá? Brosi bara og læt gera við beygluna á minn kostnað???

Þetta er sárt! Crying

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband