Netsambönd

Þar sem ég bý er lélegt netsamband,- nú hefur mér reyndar verið tjáð að þar sé hægt að breyta og ég ætla að kanna það strax í fyrramáls. Ég hef nefnilega verið netlaus núna í 5 daga og það tók mann (vanan mann) klukkutíma að koma því í lag hjá mér áðan.
Mér finnst það hrikalega lélegt - netið altsvo og er stöðugt að detta út.
Þar sem ég er ekki mjög tæknivædd sjálf eða tæknilega sinnuð, þá nota ég það sem mér býðst og er svakalega ánægð ef það dugar smá stund. Já, eða svo til alltaf, en nú er mér nóg boðið og ætla að leggja á mig að komast að því hvað sé betra en þetta.

Annars var ég í réttum fyrir helgi, sennilega þeim síðustu þetta árið. Landréttum - flottur staður,- á bak við Heklu. Wink 
Að þeim loknum fór ég á tveggja daga kennaraþing á Hótel Örk sem var mjög fróðlegt. Skemmtilegt líka. Svo var saumaklúbbur á föstudagskvöld og helginni síðan eytt í slökun. - Já og tiltekt,- ótrúlega myndarleg!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband