29.9.2008 | 22:51
Netsambönd
Þar sem ég bý er lélegt netsamband,- nú hefur mér reyndar verið tjáð að þar sé hægt að breyta og ég ætla að kanna það strax í fyrramáls. Ég hef nefnilega verið netlaus núna í 5 daga og það tók mann (vanan mann) klukkutíma að koma því í lag hjá mér áðan.
Mér finnst það hrikalega lélegt - netið altsvo og er stöðugt að detta út.
Þar sem ég er ekki mjög tæknivædd sjálf eða tæknilega sinnuð, þá nota ég það sem mér býðst og er svakalega ánægð ef það dugar smá stund. Já, eða svo til alltaf, en nú er mér nóg boðið og ætla að leggja á mig að komast að því hvað sé betra en þetta.
Annars var ég í réttum fyrir helgi, sennilega þeim síðustu þetta árið. Landréttum - flottur staður,- á bak við Heklu.
Að þeim loknum fór ég á tveggja daga kennaraþing á Hótel Örk sem var mjög fróðlegt. Skemmtilegt líka. Svo var saumaklúbbur á föstudagskvöld og helginni síðan eytt í slökun. - Já og tiltekt,- ótrúlega myndarleg!!!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.