23.9.2008 | 22:11
Jákvætt hugarfar
Það er blogg-markmið hjá mér að vera jákvæð,- já og bara almennt markmið hjá mér að vera jákvæð. En nú reynir mjög á mitt jákvæða hugarfar.
Á ekkert að stytta upp????
Ég ætla í réttir á fimmtudagsmorgun og ef það heldur áfram að rigna svona, þá verða það ógeðslega drullugar réttir Það er ekki minn tebolli!
Annars þarf ég ekki að kvarta mikið,- eymingjans fólkið sem er uppá fjöllum að smala rolluskjátunum til byggða,- þeim er vorkunn!
Svo fer ég á kennaraþing beint úr réttunum. Það verður haldið í Hveragerði í þetta skiptið, annars hefur það verið á Flúðum. Alltaf gaman að breyta til og Hveragerði er einn af mínum uppáhaldsstöðum, þannig að þetta er ofsalega fínt.
Sko - mér tókst að vera jákvæð.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já.
Já,já.
já,já,já
Jamm og já. 
Hallmundur Kristinsson, 24.9.2008 kl. 17:09
Takk Hallmundur
alltaf gott að fá pepp.
Hulda Brynjólfsdóttir, 25.9.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.