Ferðahugur

Ég var í Glascow. - Aðallega til að skoða skóla. Skoðaði eina 4 skóla og það var mjög skemmtilegt. Fróðlegt og margar hugmyndir sem ég náði mér í til að stela og nota sjálf Cool.

En svo var líka verslað og borgin skoðuð og einn dagur notaður til að heimsækja Edinborg sem var mjög gaman, enda falleg borg.

Það sem uppúr stendur er samt rútuferð um skosku hálöndin eða að þeim og sigling á vatninu Loch Lomond. Það var mjög gaman að sjá Skotland frá öðru sjónarhorni en í H&M og upplifa sveitastemninguna í Hálöndunum. Sjá hálenskar kýr og orginal Skota í pilsum og öllum græjum.

Ég komst að því að í raun er margt líkt með okkur Íslendingum og Skotum. Til dæmis þjóðarstoltið. Þeir ganga samt eiginlega skrefi lengra því þeir telja með alla sem eiga ættir að rekja til Skotlands, þegar þeir tala um fjölda Skota. Þeir semsagt tala um Skota í Skotlandi og Skota í heiminum öllum. Þeir halda líka fast í ættarnöfn sín sem flest byrja á Mac,- allavega ef þeir koma úr Hálöndunum, en Mac þýðir sonur. Aulaðist ekki til að spyrja hvernig dóttir hljómar eða hvort konur haldi ættarnöfnum sínum... Woundering .

Maður er alltaf smá stund að melta allt sem maður innbyrðir í svona ferðum. En niðurstaðan er samt; góð og gagnleg ferð.
Mæli með Skotlandi.

Við flugvélina Bara eins og að fljúga á Egilsstaði, gengið í vélina utanfrá. Sekkjapípuleikari Sumir reyna að hafa í sig og á með því að spila á sekkjapípur á götuhornum.

 Maí og júní 2008 275 Í siglingu á Loch Lomond.

Maí og júní 2008 270 Kastalar um allt. Þarna má líka finna flottasta golfvöll Skotlands, en eins og flestir vita, þá kemur golf frá Skotlandi... Eins og wiský Wink

Maí og júní 2008 258 Og svo var það hann Hamish sem er hálenskt naut og ákaflega geðugur að auki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Velkomin heim frá Skotum!

Hallmundur Kristinsson, 9.6.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 25939

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband