Sólarköff

Ég held ég hafi verið 18 ára þegar ég heyrði fyrst talað um sólarkaffi og af hverju það var haldið. Ég man að mér fannst það alveg magnað að sólin skyldi ekki sjást allsstaðar á landinu allt árið um kring. En það er kannski ekkert skrítið, þar sem ég er alin upp í Flóanum og hann er nú flatasti hluti landsins að Landeyjunum meðtöldum. Þar sést sólin alla daga ársins nema skýin hylji hana og það verð ég að segja að stundum óskaði maður þess að það væri nú eins og eitt fjall þarna einhversstaðar. Ekki bara til að geta prílað í því eða til að horfa á, enda er fjallasýnin í Flóanum einstök að fjölbreytileika. - Þau eru bara soldið langt í burtu... Cool

En þegar maður fór að keyra og sinustráin náðu ekki að hylja sólina þar sem hún skreið rétt uppfyrir sjóndeildarhringinn, skein beint í augun á manni þannig að maður sá hvorki lönd né strönd, þá öfundaði maður þá sem höfðu fjöllin örlítið nær sér.

Mér varð hugsað til þessa þegar sólin skein í augun á mér í lok síðustu viku við aksturinn og ég heyrði af sólarkaffi bæði á Ísafirði og Siglufirði... Smile

Til hamingju með að sjá til sólar félagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já ég var rúmlega tvítugur þegar ég sá fyrst sól á jólunum.  Það var auðvita á Selfossi.  En sólarkaffið á Siglufirði er alveg sérstök stemming.

kv.

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 10.2.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband