smáfuglarnir

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig snjótittlingarnir vita að maður hefur hent einhverju út fyrir þá,- ætli þeir fljúgi bara reglulega hring yfir og athugi málið? Finna þeir lyktina? Er njósnari sem flýgur og lætur hina vita?

Allavega er það alltaf þannig að um leið og ég er komin út, þá eru þeir mættir. Og þeir eru greinilega soldið svangir, því þeir eru farnir að setjast niður og byrja að borða, bara einn til tvo metra frá mér. Kannski eru þeir farnir að þekkja mig! Þeir eru alveg óskaplega fallegir, mjúkir og sætir þessi litlu skinn og virðast vera mjög ánægðir með bitann sem þeir fá Smile.

Krökkunum finnst þetta líka skemmtilegt og þeir fá mat oft á dag á mínu heimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ekki gefa þeim samt of mikið...ég held að það sé ekkert sniðugt að hafa 20 kílóa snjótittlinga flögrandi yfir húsinu sínu:D

Þráinn Sigvaldason, 30.1.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég hallast að njósnakenninguni!   

Hallmundur Kristinsson, 30.1.2008 kl. 17:12

3 identicon

Tuttugu kílóa sjótittlingar. Hm... hvernig ætli þeir séu á bragið?

Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Gísli!!! - Maður borðar ekki snjótittlinga, ekki heldur þá sem verða 20 kíló

Sé ekki að svo þungir snjótittlingar "flögri" heldur - Þráinn,- ég held það myndi heita eitthvað annað,- kannski "hlunkist um"!?

Hulda Brynjólfsdóttir, 2.2.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 25931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband