30.1.2008 | 10:39
smáfuglarnir
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig snjótittlingarnir vita að maður hefur hent einhverju út fyrir þá,- ætli þeir fljúgi bara reglulega hring yfir og athugi málið? Finna þeir lyktina? Er njósnari sem flýgur og lætur hina vita?
Allavega er það alltaf þannig að um leið og ég er komin út, þá eru þeir mættir. Og þeir eru greinilega soldið svangir, því þeir eru farnir að setjast niður og byrja að borða, bara einn til tvo metra frá mér. Kannski eru þeir farnir að þekkja mig! Þeir eru alveg óskaplega fallegir, mjúkir og sætir þessi litlu skinn og virðast vera mjög ánægðir með bitann sem þeir fá .
Krökkunum finnst þetta líka skemmtilegt og þeir fá mat oft á dag á mínu heimili.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gefa þeim samt of mikið...ég held að það sé ekkert sniðugt að hafa 20 kílóa snjótittlinga flögrandi yfir húsinu sínu:D
Þráinn Sigvaldason, 30.1.2008 kl. 15:22
Ég hallast að njósnakenninguni!
Hallmundur Kristinsson, 30.1.2008 kl. 17:12
Tuttugu kílóa sjótittlingar. Hm... hvernig ætli þeir séu á bragið?
Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:32
Gísli!!! - Maður borðar ekki snjótittlinga, ekki heldur þá sem verða 20 kíló

Sé ekki að svo þungir snjótittlingar "flögri" heldur - Þráinn,- ég held það myndi heita eitthvað annað,- kannski "hlunkist um"!?
Hulda Brynjólfsdóttir, 2.2.2008 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.