28.1.2008 | 18:00
Andlaus
Ég held svei mér þá að það sem oftast hefur rúmast fyrir í hausnum á mér sé fokið burt með vindum helgarinnar - ég hef ekkert að segja hérna...
en...
Ég gerðist svo fræg að sjá Ladda í gær,- ég veit! - hallærislega seint, bráðum tvö ár síðan hann byrjaði að sýna þetta! Halló! Ég bý útá landi... svo var ég líka alltaf að bíða eftir að það yrði sæmilegt veður fyrir Reykjavíkurferð...
En ég verð að segja að sýningin er bara vel fersk og virtist enginn leiði vera kominn í manninn. Hann var greinilega með nýja brandara í bland við hina og sýningin öll svo skemmtilega samansett að maður hló og hló og hló og hló og hló og hló. Maðurinn er snillingur! ...og reyndar allir sem voru þarna með honum. Íssalinn var t.d. mjög sterkur.
En svo varð ég veðurteppt í borginni, því það var náttúrulega búið að loka Hellisheiði þegar ég ætlaði heim...
... var ég búin að nefna það að ég hló???
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.