22.1.2008 | 17:36
Ástir Pílu
Hún Píla er nú alveg óskaplega falleg tík og nú hefur hún náð að heilla hundinn hér á næsta bæ,- mér til mikillar armæðu .
Ég ætla sko EKKI að fá hvolpa eftir páskana, þannig að hún fer út í strangri lögreglufylgd og má ekki víkja frá mér.
Það er ótrúleg þrjóska sem grípur um sig þegar hormónarnir eru á svona flugi og þráhyggjan í hundinum er yfirgengileg. Þessi ágæti hundur, sem er reyndar mjög huggulegur Íslensdingur og virðist ekki vera svona stanslaust kjaftandi kjáni eins og þeir eru nú sumir, bíður fyrir utan húsið allan sólarhringinn og liggur helst við eldhúsgluggann og horfir inn og ýlfrar allur og skelfur ef Pílu bregður fyrir, en setur niður rófuna og læðist nokkra metra í burtu ef hann sér mig.
Hann er alveg óskaplega mikið krútt reyndar þar sem hann liggur þarna úti og bíður eftir að Píla komi út.
Ég var annars spurð hvort ég vildi halda henni undir annan border collie hér í sveitinni sem eigandann langaði að yngja upp. En ég átti mjög gott samtal um það við son minn (hann er bráðum 12 ára og langar alveg að fá hvolpa). Niðurstaðan kom frá honum; "Ef við ætlum ekki að eiga neinn hvolpinn sjálf, þá held ég að það sé nú langbest að sleppa því!"
- og það er niðurstaðan!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.