7.11.2007 | 11:30
Bloggið
Það verður nú að segjast að ég er ekki þessi afkastamikli bloggari sem allir aðrir virðast vera. Ég er alvarlega að hugsa um að hætta formlega sem "blogger".
Fara að gera eitthvað annað gáfulegra. - Eða þannig.
Annars gekk vel að syngja um daginn og framundan eru jólatónleikar sem við erum að æfa fyrir. Þeir fara fram á Heimalandi 7.des. Sem er brúðkaupsdagur foreldra minna,- þau verða ábyggilega þarna að hlusta á mig,- þó þau séu bæði látin.
Við erum að æfa alveg svakalega falleg lög og það er vel þess virði að gera sér ferð og hlusta. Þarna verða fleiri kórar og áreiðanlegt að stundin verður notaleg. Þannig að þeir sem lesa þetta taka daginn frá.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag. Þakka skemmtilegar og merkilegar hugleiðingar á síðunni þinni. Ég hef kynnst því að þig skortir ekki dugnað, en hvort maður bloggar mikið eða lítið tengist því ekki, - held ég. Er ekki bloggarinn hinn frjálsi förusveinn sem velur sér dal og hlíð til að ganga um. Stundum þegar fáu er að miðla, þegir maður. Svo þarf maður allt í einu að skamma íhaldið, Bónus eða hvað það er og þá er gott að geta bloggað, nú eða deila vísu, útvarpspistli eða einhverju öðru veffangi með blogggestum sínum.
Í þessum rituðum orðum þrammar ES skólastjóri inn á Sólvallabókasafn að skila bókum, blogg tekið til smáumræðu, morgunsöngur verður í fyrramálið, á lau. kl. 10.30 í Grænumörk, en líkl. eru einhver ár þar til þú kemst í slíkan soll. Góðar stundir og kveða til Eyrúnar. Heiðmar
Endurbætt aths 1, bið þig henda hinu. H
Heiðmar (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:39
Já, Heiðmar minn. Það myndi ég alveg gera, en mig skortir kunnáttu til að eyða út annarra athugasemdum. Þú getur kannski gefið mér ráð.
Já, ég ætti kannski að fara að kveða hérna eða eitthvað gáfulegt,- það væri alveg dásemd. - en ekki samt ljóð eftir mig,- þau eru ekki boðleg opinberlega.
Hulda Brynjólfsdóttir, 10.11.2007 kl. 00:06
Jæja og þó. Það gerðist nú samt að ég gat þreifað mig í gegnum það hjálparlaust. Ég er búin að eyða fyrri færslunni frá þér Heiðmar og sú síðari stendur óhögguð. - Maður getur nú ýmislegt þegar á reynir.
Hulda Brynjólfsdóttir, 11.11.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.