Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2007 | 16:14
Að lifa í núina
Hvernig lifir maður í núinu?
Alltaf þegar maður heyrir af fólki sem hefur lent í einhverjum erfiðleikum, þá talar það um að erfiðleikarnir hafi kennt þeim að lifa í núinu. Stundum hef ég velt fyrir mér hvað það þýðir og ég held ég sé búin að komast að því.
Amish fólkið segir að maður eigi að vera allur þar sem maður er, það þýðir að maður á að vera allur á staðnum og með því fólki sem maður er staddur á þegar maður er þar. Ekki vera að hugsa um hvar maður á að vera eftir korter, hvað maður átti eftir að gera í vinnunni eða heima áður en maður fór í vinnuna.
T.d. þegar börnin koma til manns og vilja spjalla við mann, þá á maður að nota tækifærið og setjast niður með þeim og gefa sér tíma til að tala við þau þangað til þau hafa rætt tiltekið mál til enda. Ekki vera með hugann við það að kartöflurnar eru sennilega að sjóða í mauk,- eða áttu að fara í pottinn fyrir þó nokkru síðan.
Mér finnst rosalega mikið til í þessu.
Ég eyði alltof miklum tíma í að spá í hvað ég hef gert og hvað ég á eftir að gera, en minni tíma í það sem ég er að gera NÚNA
Maður á heldur ekki að vera að velta sér upp úr þeim mistökum sem maður gerði í gær. Hugsa bara pínulítið um þau og læra af þeim, en fara svo að spá í hvað maður er að gera núna,- akkúrat núna. Ég er t.d. núna að skrifa bloggfærslu. Mér finnst ég ferlega léleg í þessu bloggi, en er að æfa mig soldið og finnst ég vera í framför, en að mér finnist þetta geggjað gaman er kannski ekki alveg rétt. Kannski kemur að því samt einhverntímann,- að mér þyki þetta gaman meina ég.
En það er svo margt annað sem er gaman og gaman að æfa sig við. Ég ætla að eyða tíma í að æfa mig í þeim hlutum. T.d. að vera með tveggja ára sponsunni minni og hinum börnunum tveimur sem mér finnst vera orðin alveg hrikalega stór og voru að klára að spila á píanó á "míní-tónleikum" rétt áðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 22:20
Fyrirmynd ungra stúlkna
Fyrir örfáum árum síðan var Britney Spears fyrirmynd ungra stúlkna. Kannski ekki góð fyrirmynd, en fyrirmynd samt. En stelpugreyið...
Hún var að missa forræðið yfir sonum sínum tveimur. Ræfillinn átti að uppfylla nokkur skilyrði til að halda sameiginlegu forræði með sínum fyrrverandi og gleymdi því bara;
mæta í lyfjapróf,- æ, má ekki gera það á morgun,
fara í meðferð við lyfjanotkun... komon,- núna? Er hún ekki enn að rífast við mömmu sína,- búin að gera hana arflausa og svo framvegis...
En svo átti hún að ná sér í gilt ökuskírteini, því það sem hún var með var ekki gilt í ríkinu sem hún býr í og sást til hennar vera að keyra synina um síðustu helgi. - Ætli hún hafi verið án lyfja undir stýri???? Tja maður veiteggi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 11:53
Þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga
Vissuð þið að til þess að veiða lunda þarf veiðileyfi?
Til þess að fá veiðileyfi þarf að vera með byssuleyfi. Til þess að fá byssuleyfi þarf að eiga byssu (held ég). Maður þarf allavega að fara á námskeið í meðferð skotvopna.
En lundar eru veiddir með háf !!! - Veit ekki hvernig skotið er af háf, en...
Ég frétti þetta í saumaklúbb í gærkvöldi og fannst þetta algjör snilld. Ég held að Vestmannaeyingar hafi samt ekki sett þessar reglur,- án þess að ég viti það sossum, heldur áreiðanlega einhverjir kerfiskallar.
Annars held ég að ég hafi bara einu sinni smakkað lunda og ég man ekki einu sinni hvort mér fannst hann góður. En hann er voðalega fallegur fugl og í kraftmikilli baráttu við kanínur þarna útí Eyjum skilst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 14:15
Börn og barnafólk.
Dóttir mín er tveggja ára í dag. Hún er svakalega dugleg stelpa, altalandi, kann að valhoppa, alveg hraust (ekki einu sinni með í eyrunum) og bara skýr og skemmtileg.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég er lánsöm manneskja að eiga heilbrigt barn. Hin tvö eru það líka.
Í fyrradag las ég grein móður í mogganum sem sat yfir dóttur sinni tveggja ára gamalli og horfði á líf hennar fjara út.
Mér varð hugsað til dóttur minnar sem er svona hress og dugleg, jafngömul og svo þessarar sem liggur bara og bíður dauðans,- hún er reyndar dáin núna, því hún dó tveimur dögum eftir að þessi grein var skrifuð.
En það er kannski ekki það sem ég vildi tala um heldur það sem greinin var aðallega að fjalla um; greiðslur frá ríkinu til foreldra langveikra barna.
Mér finnst orðið lang vera svolítið lykilorð þarna. Börnin eru greinilega lengi veik. Greiðslurnar eru samt í aðlögun (eins og margt annað sem ríkið kemur á, sbr. fæðingarorlof) Það virðist vera að við þurfum alltaf á aðlögun að halda. Foreldrar þeirra barna sem greinast eftir 1. janúar 2006 fá greiðslur í 3 mánuði, greinist þau í janúar 2007 fá foreldrarnir greiðslur í 6 mánuði og nú um næstu áramót verður stigið risaskref og greiðslur framreiddar í 9 mánuði.
Ég spyr; Af hverju þurfum við þessa aðlögun og af hverju er þetta þak?
Eru langveik börn, bara veik í 9 mánuði?
Ég er bara ekki skarpari en þetta en ég hélt að þetta lang... þýddi að þau væru þá lengur veik og jafnvel þangað til dauðinn miskunnar sig yfir þau.
Guð minn góður, er ekki nóg að sitja yfir þeim dauðvona, þó að þetta sé ekki líka svona?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2007 | 23:03
Start
Vá, hvað er ég nú komin útí?
Hvernig bloggar maður eiginlega? Og hvernig í veröldinni datt mér í hug að byrja á þessu?
Þarf maður ekki að vera einhver spekúlant til að standa í þessu? Eða er þetta bara fyrir mann sjálfan,- til að tjá sig,- lesa sjálfur? Tja... Maður getur allavega sett inn myndir, ekki satt? Kannski maður byrji bara á því. Svo er bara að prófa sig áfram, vera hugdjarfur, stökkva útí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar