23.12.2008 | 23:21
Þodláksmessa
Þá er Þorláksmessa að renna sitt skeið. Mér finnst þetta alltaf svolítið flottur dagur. Þá klárar maður að þrífa húsið, skreytir jólatréð og stingur pökkunum undir það. Borðar skötu (þeir sem hana vilja) - mér finnst hún alveg geggjuð með hamsatólg og rófum, - mmmm. Sé aðeins eftir að hafa ekki fengið mér pínulítið meira. Hefði kannski átt að gera eins og konan á Hrafnistu sem fékk að taka með sér nesti ...
Á þessum degi fyrir ári síðan ferðaðist ég um Laugaveginn á tveimur jafnfljótum og hlustaði á ýmsa söngvara, fékk mér kaffi á kaffihúsi, keypti eina eða tvær auka jólagjafir og naut þess að vera með stóru systur minni... já,- eða litlu... hún er sko minni, þó hún sé eldri... Það var alveg frábært.
Ég ætlaði svo sannarlega að endurtaka leikinn þetta árið, en bak og fætur hamla för. Núna er ég reyndar ósköp fegin, því það er slagveðursrigning hérna og ekki mjög jólalegt og ég er alveg sannfærð um að þannig er það líka í Reykjavík... og ef einhver hefur áhuga á að leiðrétta það, þá má sá hinn sami bara sleppa því, mér líður mjög vel með að trúa þessu svona.
Húsið mitt er alveg óskaplega jólalegt, tréð er skreytt, pakkarnir kúra þarna undir grænum greinum. Tréð var reyndar hoggið á Snæfoksstöðum af börnunum og föður þeirra á laugardaginn var. Mér fannst alveg óskaplega sárt að missa af þeirri ferð. En það er svo margt sem ég missi af þessi jólin útaf heilsufarinu að ég er um það bil að venjast því. Börnin misstu þó allavega ekki af því og það er fyrir mestu.
Ég er tilbúin í jólin. Held ég sé búin að öllu nema fara með nokkra pakka sem verða afhentir á morgun. Og því segi ég:
Kæru lesendur; Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og friðsæld í hjarta. Munum að setja það mikilvægasta í forgang,- fólkið sem okkur þykir vænt um.
Farsælt komandi ár.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg Jól kæra frænka
kv.
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 27.12.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.