20.12.2008 | 23:19
Sjaldan er ein báran stök.
Ég er svona manneskja sem þarf alltaf að gera allt aðeins meira en gengur og gerist. Mér nægir t.d. ekki að vera með brjósklos, ég þarf að vera með skrið í hryggnum líka, mér dugar ekki að vera með ónýtt bak, heldur verður fóturinn allur og þá sér í lagi hnéð að vera bilað líka,- reyndar hefur það háð mér í 20 ár, en ef ég hugsa til baka, þá hefur bakið reyndar gert það líka. Maður bara venst við sumt og lærir að lifa með ótrúlegustu hlutum og ég hef bara vanist því að finna alltaf einhversstaðar til,- það er bara eitthvað sem er þarna, verkur hér, smá hölt, já, já, það venst.
Núna er ég t.d. með þetta bæði yfir mér og þarf að endurskoða líf mitt svolítið. Ég held reyndar að svona veikindi séu til þess að maður hægi aðeins á sér og endurskoði lífið. Eitthvað finnst þeim sem ræður yfir mér að ég sé ekki að sinna því sem skildi, því nú er sjónvarpið mitt dottið út. Það er bara snjór á öllum stöðvum. Ég veit ekki hvort það er loftnetið eða eitthvað annað og treysti mér nú eiginlega ekki upp á þak til að gá að því hvort það sé dottið á hliðina eða eitthvað álíka. Ég fer bara í tölvuna í staðinn.
Reyndar er mér svolítið mikið illt í hnénu núna og fætinum. Læknirinn minn heldur að dofinn sem ég hef í vinstri fótlegg sé kominn til að vera, ég ætla ekki að trúa því alveg strax. Stundum fer svona til baka. En bakið er ágætt, ég finn lítið til í því.
En ég ætla að hlusta á þetta alltsaman núna og einbeita mér að endurskoðun.
Athuga hvað ég geti gert betur.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.