3.12.2008 | 11:03
Náungakærleikur.
Ég hef fengið að upplifa náungakærleik í sinni bestu mynd. Allavega er fólkið sem býr hér í kringum mig búið að sýna mér náungakærleik og hann mikinn. Mér dettur í hug Amish fólkið sem hjálpar hvert öðru í öllum verkum.
Mér er skipað að liggja hér kyrr (á hægri hliðinni) og ekki gera neitt og þá meina þeir ekki neitt. Bara liggja fyrir og athuga hvort ég næ að minnka verkina með þessu. Þannig að ég geri það. Krakkarnir mínir eru mjög hjálpleg,- allavega eins og þau geta, en...
Ein nágrannakona mín kemur hér á morgnana og hjálpar þeirri minnstu í fötin, gengur frá eftir morgunmatinn og færir mér te í rúmið. Samstarfskona mín kom eftir vinnu í gær og ryksugaði allt húsið, þurrkaði af og skúraði. Á meðan eldaði hin fyrir bæði sína og mína fjölskyldu og sendi matinn yfir til okkar, þannig að við þurftum bara að borða. Ég fékk sendar tvær mackintosh dollur fullar af smákökum, tvær lagtertur og rúgbrauð (heimabakað) frá mömmu vinkonu dóttur minnar sem býr útí sveit. Ég fékk sendan heitan mat úr vinnunni í hádeginu í gær og var skömmuð fyrir að hafa skolað af disknum. Ég get haldið endalaust áfram. Fólkið hérna er frábært og það er alveg sama hver er. Ég bara verð að fá að segja frá því.
Takk fyrir mig. Lengi lifi Rangæingar!!!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hulda mín! Við söknum þín alveg ógurlega í vinnunni og bíðum spennt eftir að þú komir aftur :) Þú verður bara að gjöra svo vel og hlíða og hafa hægt um þig og senda Agnesi yfir til mín ef þú ert þreytt ;)
kveðja,
Ásta Hrönn
Ásta Nágranni (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.