18.9.2008 | 22:21
Klukk
Ég var klukkuð af Hilmari pabba hennar Ástrósar sem er vinkona Önnu Guðrúnar dóttur minnar. Ég tek sko klukkinu, en það þýðir að ég á að svara þessum spurningum hér fyrir neðan.... Geri það, en veit varla hverja ég á að klukka í staðinn sé til þegar ég er búin að svara spurningunum.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið:
Tamningamaður - víða
Verslunarmaður í fatadeild - Vöruhúsi Kaupfélags Árnesinga Selfossi
Réttarstarfsmaður - í Sauðfjárrétt sláturhússins á Selfossi (SS).
Gjaldkeri - Sýslumannsins á Suðurlandi
2.Fjórar bíómyndir sem ég held uppá: (fínt að nota sér Hilmars...)
Englar alheimsins 2000 - Friðrik Þór Friðriksson/Einar Már Guðmundsson
Forrest Gump 1994 - Með Tom Hanks
Dalalíf - Þráinn Bertelsson
Magnús - Þráinn Bertelsson
3.Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Hreiðurborg í Flóa (Árnessýslu)
Heimavistin á Hólum í Hjaltadal (...telst það ekki með...)
Birkigrund á Selfossi
Laugaland í Holtum
4. Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi helst á:
Fréttir og veður
Náttúrulífs og dýralífsþættir
Samantha who?
Barnatíminn
5.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk 2004
Hornstrandir 2007
Fljótsdalshérað 2008
Patreksfjörður 2008
6. Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):
mbl.is
laugaland.is
blog.is
skolavefurinn
7. Fjórir réttir sem mér finnst góðir:
Plokkfiskur með rúgbrauði númer eitt tvö og þrjú
Lambafille með sósu, salati og kartöflum
Sjávarréttasúpan (mín )
Kjötsúpa
8.Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:
Les engar bækur árlega
Það sem ég les amk. árlega er Mogginn, Bændablaðið, Dagskráin og Glugginn
Ég veit hverja ég klukka; Guðbjörg Odds, Hallkri, Lói og Vigga. Viljiði svara þessum spurningum?
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fróðlegt, gaman að fá innsýn í líf annarra. Ég var einmitt að svara kalli, búin að fá svo margar áskoranir að ég neyddist til að svara : )
kv
Guðbjörg Oddsd.
Guðbjörg Oddsdóttir, 20.9.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.