Golf

Ég fór fram hjá golfvelli í dag. Fólk gekk þar um með golfkylfurnar sínar, golfkylfupokana og naut þess að vera úti í góðum leik. Utan við einn völlinn voru hjón með tvö börn og berjafötu,- sennilega að hvíla sig á kylfunum.

Ég kann sjálf ekki golf, en hef farið nokkrum sinnum í mini-golf og finnst það bara gaman - telst samt alls ekki góð í þeirri íþrótt og hef stundum velt fyrir mér tilganginum við að setja þessa litlu kúlu ofan í gat. Samt er svo spennandi að sjá hversu nálægt maður hittir, hversu oft maður klúðrar og það er ótrúlega sælt þegar maður nær holu í höggi (meira að segja í mini-golfi).

Maður er farinn að mæta oft bílum með golfbíl á kerru í eftirdragi. Fyrst hélt ég að einhver golfvallareigandi væri að fara með bíl á völlinn til að leigja út, en svo sagði einhver fróðari en ég mér frá því að þetta væru þeir sem eru að spila. Þeir keyra á milli golfvalla með bílinn sinn og nota hann til að keyra á milli hola.
Mér finnst þetta snilld - þetta er jafn mikil snilld og að setja hesta á kerru og keyra á einhvern fallegan stað þar sem mann langar á bak, taka hestana af kerrunni, leggja á og ríða útí góða veðrið,- ég skil alveg svona fólk. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Er þetta ekki frekar eins og að sitja bara á hestbaki og keyra síðan hestinn  á næsta stað og setjast aftur á bak og svo koll af kolli?

Heyrðu ég var að klukka þig. Skoðaðu síðuna mína.  Bestu kveðjur frá Selfossi í sveitina.

Hilmar Björgvinsson, 16.9.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband