Túlípanar og önnur fræ...

Ég kupti mér túlípanalauka í Bónus í fyrradag og tróð þeim ofan í moldarbeð hér útí garði. Á nú von á að fá röndótta túlípana upp með vorinu og þykir það ekki slæmt.

En svo tíndi ég líka fræ af tré sem ég held að sé hengibirki (reyndar ekki í Bónus...), en gæti vel verið venjulegt birkitré sem hengdi greinarnar í depurð sinni yfir því að sumrinu sé að ljúka. Hvort heldur sem er, þá týndi ég nokkra fræbelgi og fór með heim til mín og velti því fyrir mér hvernig maður kemur til birkitrjám. Ég ætlaði að fara að leita mér upplýsinga hjá nærtækum skógræktarfræðingum þegar mér barst tölvupóstur. Smile 
Þar stóð að Skógræktarfélag Reykjavíkur býður grunnskólabörnum í Reykjavík uppá fjallgöngu og frætínslu. Það á semsagt að ganga um við Esjuna, týna þar birkifræ, fara með þau í moldarbeð austan við Mógilsá og dreifa þeim þar,- og með vorinu eiga að spretta þar hin fegurstu tré...

Það er ekki merkilegt verk að rækta birkiskóg Happy, nú bara dreifi ég þessum fræjum mínum hér útí mold og vona að ég villist ekki á þeim og arfanum næsta sumar og svo planta ég þeim á gróðursælan stað þegar ég er orðin viss um að ég sé með tré í höndunum en ekki eitthvað annað. Hvað getur maður haft það betra? Og albest að fá upplýsingarnar svona í pósti bara með því að hugsa um þær... Grin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband