8.9.2008 | 22:13
Síðasta ferð sumarsins...
... er að baki. Kannski!?! Jú, er það ekki,- er ekki örugglega komið haust allavega. Þannig að ef ég flækist eitthvað meira, þá er það ekki sumarferð, heldur haustferð.
Ég var sumsé að koma úr Svarfaðardalnum í gærkvöldi. Með nokkur kíló af berjum, bæði bláum og svörtum, norðlenskt loft í lungunum og endurnærð eftir samveru með góðum vinum.
Það er alltaf gaman og gott að koma í Svarfaðardalinn. Hann er fallegur og þar er tekið vel á móti mér,- eins og höfðingi sé á ferð og ég upplifi mig sem slíkan .
Við lentum í göngum,- ekki mjög fjármörgum, en göngum samt og náðum að draga nokkrar skjátur í sinn dilk. Ég fór í fyrirstöðu með barnaskarann og við röðuðum okkur í berjabrekkurnar á meðan við biðum eftir safninu. Mér finnst samt varla hægt að kalla þetta "safn" en læt mig hafa það fyrst að mér var tekið sem höfðingja (telst nú varla vera það heldur... tíhíhí...)
Kindur eru allavega alltaf kindur og okkur þótti þetta feikn gaman. Ég ætlaði allavega varla að ná yngsta meðlim fjölskyldunnar úr réttunum og þó hafði hún verið hlaupin niður þó nokkrum sinnum af rollum og hrútum þegar þar var komið sögu.
Nú er ég búin að sulta úr krækiberjunum og frysta helminginn af bláberjunum með sykri og ætla að eiga til vetrarins með rjóma útá nammi nammi namm, en hinn helminginn borða ég strax og sulta kannski smá, - ef ég tími því .
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"- - - - - gott er að tína berin blá
og borða síðan!"
Hallmundur Kristinsson, 9.9.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.