31.8.2008 | 10:29
Veðurfarið
Í síðustu viku rifnuðu himnarnir og vatnið rann úr þeim eins og úr yfirfullri fötu. Mér dettur í hug Aðalríkur höfðingi í Gaulverjabæ sem óttaðist það eytt að himnarnir myndu hrynja . Ég reyndar óttaðist það ekki, en þetta var samt ótrúlegt vatnsveður og þeim í skýjunum gekk illa að staga í götin þó þeir reyndu. Öðru hvoru stytti upp eða lekinn minnkaði, en svo rifnaði saumurinn aftur og vatnið rann sem aldrei fyrr.
Nú hafa þeir hins vegar náð árangri við erfiðið og öll göt himinsins hafa verið stagbætt. Hér skín sólin og þessi ótrúlega fallega morgunbirta ríkir. Haustlitirnir hafa tekið völdin og náttúran er einhvernveginn að sligast undan ávöxtum sínum,- berjum, grösum, laufblöðum. Enda mun hún bráðlega gefa eftir og fella bæði lauf og grös.
Ég þurfti að skjótast á Hellu áðan og ég veit ekkert fallegra en fjöllin hér í austurátt þegar sólin skín eins og hún gerir núna. En þegar maður kemur að Hellu í svona veðri, þá getur maður ekki annað en dáðst að staðnum. Rangá rann alveg lygn, glitraði spegilslétt í sólinni eins og silfurborði. Grasið slútti ofan í ána og nokkur tré spegluðust í vatninu, ekki eitt laufblað hreyfðist. Manni fannst húsin kúra inná milli trjánna, þegjandi og anda hljóðlega, bíðandi þess að fólkið í þeim vaknaði og hæfi sín daglegu störf. Tveir ferðalangar sátu fyrir utan sjoppuna og endurröðuðu í bakpokann sinn og nokkrir enskumælandi túristar gengu um bílaplanið og reyndu að festa dýrðina á ljósmynd.
Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Kannski ætti ég að snúa mér að því að skrifa bók... ?!? hmmm.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri margt vitlausara
Hallmundur Kristinsson, 31.8.2008 kl. 21:20
Mér hefur alltaf fundist þú góður penni, ég yrði með þeim fyrstu að lesa bókina þína
kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.