Handboltaskór

Sonur minn æfir handbolta. Það hefur víst komið fram áður. Hann hefur mikinn áhuga og gengur mjög vel.

En hann stækkar alveg skelfilega hratt og fæturnir virðast stækka hraðar en allt annað og undanfarin ár hef ég þurft að kaupa allt uppí 3 pör af skóm yfir veturinn fyrir íþróttaiðkanir. Þar hjálpast að að ég hef keypt ódýra skó (af því hann vex svo hratt uppúr þeim) , hann vex upp úr þeim og hann slítur þeim illa (líka af því að þeir eru ódýrir).

Nú ákvað ég að kaupa almennilega handboltaskó á drenginn og fór í skóbúð bæjarins. Mér var tjáð að þar fengjust ekki handboltaskór undir 15.000,- kalli, en þá yrði ég að kaupa til að styðja almennilega við fótinn á honum þegar hann er í handboltaleik því álagið á fótinn sé allt annað en í öðrum íþróttum. Ég hugsaði með skelfingu til allra ódýru skóparanna sem ég hef keypt í gegnum tíðina og hvað ég sé búin að gera drengnum illt að hlaupa um á þeim. Hvað um það passlega skó fékk hann ekki í þessari búð og við fórum í þá næstu.
Þar fékk ég skó á hann sem hentuðu, líkuðu og pössuðu og kostuðu 12.990,- Puma skór og ef ég man rétt, þá er það ágætis merki líka. Þannig að ég er sátt.

En ég keypti skó númer 44 á drenginn sem varð 12 ára í janúar síðastliðnum og mér líður eins og öll fjölskyldan komist fyrir í skónum,- ef ekki stærðarinnar vegna, þá að minnsta kosti fyrir verðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað skór geta verið dýrir. Maður hefur það á tilfinningunni að eitthvað sé ekki eins og það á að vera þegar vara kostar zilljónir en hægt er að lækka hana niður í næstum ekki neitt á útsölu...

Annars kannast ég við svona hraðvaxandi fætur:) á sjálf 3 stráka sem löngu eru vaxnir mér yfir höfuð og sem betur fer farnir að kaupa sér skó sjálfir. 

Vigdís Stefánsdóttir, 30.8.2008 kl. 06:55

2 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Mér finnst bara allt orðið svo dýrt núna, sérstaklega eitthvað íþrótta tengt.  Það er aldeilis að drengurinn er að stækka hratt, þetta er svipað með Bjarka Má hann er löngu farin að nota skó sem mér finnst vera eins og skíði..........

Kveðja Guðbjörg Oddsd.

Guðbjörg Oddsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ekkert að óttast frænka.  Bráðum hætta fæturnir að stækka og aðrir líkamshlutir fara að stækka í staðinn; nef, eyru eða fingur....bara eðlilegt.   Að lokum er þetta allt eitthvað í réttu hlutfalli...

k.v

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 30.8.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband