25.8.2008 | 20:41
Skólasetning
...var í dag í mínum skóla. Einn af nemendum mínum frá fyrra ári, sagði svo hátt að glumdi í skólanum um leið og hann gekk inn um dyrnar: "Loksins er kominn skóli aftur!" (Hann er í öðrum bekk núna ) Það er gaman að fá nemendur sína svona tilbúna inn um dyrnar .
Nú hefst hin daglega rútína aftur. Ég er búin að endurheimta soninn úr sveitavinnunni, sælan og ánægðan. Og ég ennþá ánægðari að fá hann heim. Það verður síðan haldið áfram í æfingum og nú á að taka handboltann með trompi. - Enginn smá hvatning svona árangur eins og á Ólympíuleikunum. Annars varð hann Íslandsmeistari í fyrra með sínu liði, annað árið í röð, þannig að honum gengur nú bara vel.
Æ, það verður ósköp gott að komast í reglulegt líferni aftur .
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.