Veiðivötn

Ferð okkar í Veiðivötn er lokið. Í stuttu máli sagt, þá hafði ég ekkert uppúr henni nema mýbit Crying .

Litla Skálavatn2

En það er náttúrulega bæði illa sagt og bölvuð lygi. - Þetta var alveg dásamlegt!

Veðrið var alveg yndislegt, en í staðinn var mikil fluga: Litla Skálavatn5

Þar sem ég er ekki mikið í veiði er ég og mitt fólk ekki með allan útbúnað sem veiðimenn annars hafa og eigum t.d. ekki vöðlur. Það kom í ljós að svoleiðis er nauðsynlegt! Ég ákvað því að fara úr sokkum og skóm og vaða útí til að geta kastað færinu lengra. Það var allt í lagi, nema að það sem stóð uppúr vatninu og niður undan buxunum varð þakið af þessum yndislegu litlu kvikindum sem nærðu sig á blóði mínu Angry eða hvað það er sem þær sjúga úr manni bölvaðar. Ég er semsagt bitin af flugu á fæti og það er ekki þægilegt eins og þeir vita sem reynt hafa.

Við urðum svolítið vör, sérstaklega fyrri daginn, en þegar loksins beit á hjá mér, þá fór öngullinn af og þar með fiskurinn... Guðlaugur veiddi 3 litla, en henti þeim þar sem þeir voru ekki ætir.
Liðið í vöðlunum hins vegar veiddi helling og í heildina held ég að þau hafi farið heim með 10 fiska eða svo. (Ég er ekkert afbrýðisöm útí þau, nei, nei, nei, nei ...)

Þetta var alveg frábært og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Staðurinn er yfirnáttúrulega fallegur og vötnin ótrúlega mörg. Þarna er yndislegt að vera,- ef flugan léti mann í friði og veðrið var ofsalega gott. En því miður þá flokkast svona sólskin ekki sem veiðiveður og það urðum við alveg vör við. Næst ætla ég að panta súld takk fyrir, en það er alveg á hreinu að mig langar að prófa meira af svona.

Við gerðum nefnilega þá merkilegu uppgötvun að svona veiðiferðir snúast um annað og meira en bara að veiða og landa fiski og það var nú alveg orðið tímabært hjá mér,
- komin á þennan aldur... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Velkomin heim, ég vona að þú jafnir þig fljótt á bitunum Hulda mín.

kv

Guðbjörg O.

Guðbjörg Oddsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband