Árinu eldri.

Ég á amml'í dag Wizard og er svakalega ánægð með það. - Fullt af fólki búið að óska mér til hamingju!!!SmileInLove.
Það er annars voðalega lítið varið í að eiga afmæli um verslunarmannahelgi. Kaffiboð er eiginlega alveg útúr myndinni. Systir mín og mágur kíktu samt á mig með son minn (sem er vinnumaður hjá þeim) og það var búið að setja á eina hnöllu fyrir þau í tilefni dagsins og baka pönnsur fyrir hann,- en það er hans uppáhald.

Nágranni minn flaggaði fyrir mér og fór svo í ferðalag,- treysti mér fyrir því að taka fánann niður í kvöld.

Ég verð aðeins að segja eina litla sögu - af því að ég er nú á þessum aldri... -
Þegar ég var að labba Laugaveginn um daginn, þá var margt sem flaug í gegnum hugann LoL.
Ég er með ónýtt hné og á alveg óskaplega erfitt með að ganga niður mikinn bratta. Þeir sem hafa gengið þarna vita að þar er nóg af slíkum aðstæðum... Ég er í einni brekkunni þegar ég finn að ég hef ekki fótfestu og byrja að renna, fyrir neðan var dálítil urð, en alls ekki mjög hátt fall. En ég varð smeyk, - fann vanmátt minn og sest á rassinn,- sem varð til þess að ég rann bara meira og ég finn að ég hef enga fótfestu. - Með aðstoð Steinunnar náði ég mér útúr þessum aðstæðum og komst niður klakklaust. En...
Ég fór að hugsa um það á eftir að ef ég hefði runnið áfram og kannski fótbrotnað þarna í urðinni, hvernig hefði þá gengið að koma mér til byggða!!!??? (ég veit,- djúp pæling...)
Ég sá fyrirsögnina fyrir mér í mogganum: "Kona á fimmtugsaldri fótbrotnaði skammt frá Hrafntinnuskeri og var sótt með þyrlu landhelgisgæslunnar!"  - Tilhugsunin var skelfileg og ég ákvað að slasa mig nú bara alllllllllls ekki í þessari ferð.
- Mér líður strax betur gagnvart þessu í dag, orðin 41 árs,- ég er miklu meira á fimmtugsaldri núna en í gær til dæmis.

En annars finnst mér flottara að hafa það eins og enskir segja það;

"I'm in my early fourties!"

Júlí 2008 151


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra vinkona til hamingju með daginn í gær!!!!!!!!! Ég er líka með biluð hné. Já bæði, eftir hjólaslys. Ég hef hvorki geta farið í lengir göngu né hjólaferðir í mánuð. Láttu mig vita næst þegar þú verður á sv horninu. Kær kveðja !!!!!!!

Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Til hamingju með afmælið þitt í gær Hulda mín. Var að rembast við að muna það af og til allan daginn að óska þér til hamingju þegar ég kæmi heim en svo dróst sú ágæta ferð á langinn með tilheyrandi veseni og auðvitað steingleymdi ég því. Svo hér kemur kveðjan...seint og um síðir

Fimmtugsaldri hvað?

Brynja Hjaltadóttir, 4.8.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Til hamingju með afmælið um helgina, Hulda.  Sendum þér kveðjur úr Kópavoginum og Karlotta biður að heilsa Önnu Guðrúnu.

kv

Guðbjörg Oddsd. (Kópavogsbúi)

Guðbjörg Oddsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Til hamingju með afmælið náttúruunnandi. Gott hjá þér að láta ekki eitt ónýtt hné stoppa þig í útivistinni.

Hilmar Björgvinsson, 5.8.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Úbbs. Ég hef ekki kíkt á bloggið þitt í nokkra daga og missti þess vegna af afmælinu þínu!  En betra er seint en aldrei.

Fólki sem er fjörtíu og eins
og fílar grænar hlíðar
aldur verður ei til meins.
Ellin kemur síðar.

Bestu hamingjuóskir. 

Hallmundur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ástarþakkir fyrir kveðjurnar .

Hulda Brynjólfsdóttir, 7.8.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband