Í minningu um Skerm.

Fyrir þá sem ekki vita, þá snerist líf mitt algjörlega og fullkomlega um hross fyrstu 27 ár ævinnar. Ég vann við tamningar, þjálfun, sýningar og sölu. Átti orðið 30 hesta þegar mest var og talaði ekki um annað en hesta og helst ekki við aðra en hestamenn. (Tímar geta breyst...)

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast draumahestinn (Það er ekki gefið þó maður sé mikið í hestum). Hann var stór og grannvaxinn, rauðstjörnóttur glófextur ofsaviljugur klárhestur með miklu og rúmu tölti. Ég keppti nokkrum sinnum á honum með góðum árangri, ferðaðist víða og átti með honum mestu sælustundir lífs míns. Ég veit ekki hvort ég get lýst þeirri tilfinningu þegar maður situr á fullkomnum gæðingi á dunandi moldargötu, með kvöldsólina í andlitið og hraði hestsins lætur vindinn þjóta í hárinu. Maður og hestur verða eitt og manni finnst maður fljúga. Stundin er fullkomin, sælan algjör. Mann langar að öskra en tímir því ekki til að skemma ekki augnablikið.
- Þannig var Feykir.
Ég felldi hann fyrir tveimur árum síðan 28 vetra gamlan óbilaðan og ungan í anda. Vildi ekki að hann yrði fótafúinn og veikur og er hann jarðaður á góðum stað.

Það merkilega gerðist að ég eignaðist annan hest, allt öðru vísi, en sem fyllti alla mína drauma á annan hátt. (Ég nýt greinilega mikillar gæfu). Hann var jarpur, samanrekinn með mikið og sítt fax. Hafði endalaust úthald og vaggaði skemmtilega þegar hann gekk. Hann hafði mikinn kjark, óttaðist held ég ekkert og hafði mannsvit. Hann lærði að opna hesthúshurðina með tönnunum þegar hann sá að búið var að gefa á jötuna. Kom inn og byrjaði að éta. Hann var ekki mikið fyrir að flækjast um og vildi helst vera heima hjá sér. Notaði hann hvert tækifæri til að laumast framhjá þeim sem voru í fyrirstöðu og strauk úr nátthólfum ef þau voru ekki nógu trygg þegar verið var á ferðalögum. Vakti það litla hrifningu.

Fyrir fjórum árum síðan breyttust aðstæður mínar og ég hef varla farið á hestbak síðan. Skermur hefur því verið í hálfgerðu orlofi síðan ef undan er skilið eitt og hálft ár hjá systur minni. Í fyrravor lenti hann ofan í nýgröfnum skurði, en með öllu því afli sem hann hefur, hafði hann sig uppúr honum af eigin rammleik. Átökin urðu honum samt um megn og þrátt fyrir læknisaðgerðir, þá virtist eitthvað hafa bilað. Hann virtist ekki sjá almennilega og gekk bæði á girðingar og fólk.
-Eftir að hafa hugsað málin til hins ýtrasta sá ég að ég vildi ekki leggja á hann vanlíðan og ætlaði að fella hann næsta vetur,- leyfa honum að lifa sumarið. - Njóta síðustu ævidaganna og fá síðan að falla með sæmd og vera jarðaður við hlið Feykis.

Fyrir þremur dögum síðan var hringt í mig.
Skermur fannst dauður ofan í skurði.


- Ég náði ekki að kveðja hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sorgleg saga.

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

æi. Ég samhryggist þér innilega.

Vigdís Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Takk Vigga mín og já þetta var soldið sorglegt. En ég gleðst aðallega yfir því að hafa fengið að eiga og umgangast þessa hesta.

Hulda Brynjólfsdóttir, 30.7.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband