Smá fréttir

Þetta eru blessunarlega annasamir dagar. Ég hef alltaf átt frekar erfitt með að þola aðgerðarleysi og eru mér langir og leiðinlegir dagar síðasta sumars í fersku minni, en þá beið ég eftir húsnæði vikum saman og hafði ekkert fyrir stafni.

Nú er öldin önnur og dagarnir varla nógu langir. Það er því ljóst að hér verður ekkert bloggað næstu dagana.

Verð samt að segja frá því að snillingarnir í BYKO seldu mér aðra Briggs&Stratton sláttuvél sem malar blíðlega hvenær sem ég toga í spottann og slær grasið af mikilli list. Sá galli er þó á þessari að það þarf eiginlega að raka eftir hana þó hún sé með poka en það er allt í lagi sossum.
En svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá eru þessar Briggs&Stratton vélar ekki áfastar samskonar sláttuvélum allar þrjár. Tvær þær fyrri hétu Partner en sú síðasta heitir Warrior,- það finnst mér vel við hæfi miðað við baráttuhuginn sem ég var búinn að safna mér upp áður en ég lagði í síðustu ferðina í BYKO Ninja. Sá baráttuandi var algjörlega óþarfur Smile .
- Ég fékk mér svo bara hjólbörur útá kaupin. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo blessunarlega laus við að hafa garð en..... ég á þrjá stóra blómapotta sem ég hef úti á svölum.Í þá setti ég kartöflur heil 12 stykki. Þessi tilraun virðist ætla að takast því það eru komin upp grös. Í águstlok verð ég kominn með nokkrar nýjar kartöflur.

Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Til hamingju með þetta:)

Vigdís Stefánsdóttir, 4.7.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ég skal segja þér Gísli minn að því fylgir mikil dýrð að eiga garð. Þar er ég nú búin að flatmaga það sem af er morgninum í mínu nýja húsi (á það samt ekki...) Svo má líka setja kartöflur í garðinn . En mér líst vel á þá ræktun.

Takk Vigdís,- ég er mjög hamingjusöm með þetta líka.

Hulda Brynjólfsdóttir, 5.7.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gleður mig að sláttuvélaraunum þínum er lokið mín kæra. Mundirðu eftir að setja bensín á þessa? Muhahaha...

Brynja Hjaltadóttir, 15.7.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband