Húsdýr ýmiskonar

Hér Sunnanlands er sólarsteik alla daga, enda eru sumir að breytast í kolamola. Cool
Það gleymdist að setja húslegu genin í blönduna þarna forðum þegar ég var búin til,- eða nei annars, hann tvíburabróðir minn tók þau öll  Wink. Hvar svo sem þau eru, þá hef ég þau ekki og það hvarflar bara ekki að mér að standa í einhverjum þrifum og tiltektum innanhúss þegar sólin skín.
Þar safnast nú upp í miklu magni miður skemmtileg húsdýr sem kallast flugur. Húsaflugur. Það er samt búið að eitra og ég stend með flugnaspaðann á lofti alla daga (þegar ég er inni...) en það sér ekki högg á vatni. Þeim líður greinilega illa í hitanum úti, fyrst þær hópast svona inn,- ætli maður geti ekki kennt þeim á ryksugu Woundering . - Af tvennu illu vil ég þó frekar flugur en kóngulær. Skrítið samt, því kóngulærnar eru nú oftast þar sem maður sér þær ekki, en flugurnar helst í eyranu á manni eða nefinu þegar maður reynir að sofa.

Það eru semsagt tvær ástæður fyrir því að ég er mest utandyra þessa dagana; húsflugur og almenn leti við heimilisstörf. Þess vegna er sólin notuð og liturinn eykst.

Ég hef tekið að mér að jarðvegsskipta í beði einu stóru hérna úti og þar hamast ég við að moka.
Svo stendur til að ég flytji í hús í þyrpingunni og þar er stærðar garður sem hefur ekki verið sleginn þetta árið. Ég fór því í BYKO og keypti mér sláttuvél Briggs&Stratton. Í stuttu máli sagt, þá fékk ég aðra í dag því sú fyrri virkar ekki og ég mun við fyrsta tækifæri fara með þær báðar og skila þeim,- ekki kaupa Briggs&Stratton sláttuvél,- þvílíkt mega-drasl.

Í næstu viku verður nýja húsið mitt kannski tilbúið til að taka við mér og mínum, og ég hlakka til. Annars í leiðinni; "ættingjar og vinir í sumarfríi sem ekkert hafa að gera; mig vantar aðstoð við flutninga bráðum " SmileHaloHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Briggs&Stratton sláttuvélamótorar eiga að vera þvílíkt súpermegagóðir...seldi margar sláttuvélar í Byko um árið. Engin þeirra hét samt B&S.... Ertu viss um að þú hafir munað eftir að setja á hana olíu áður en þú byrjaðir að slá? Þeas smávélaolíu... Á ég ekki bara að koma og slá fyrir þig?

Brynja Hjaltadóttir, 24.6.2008 kl. 22:52

2 identicon

Ég á eina auka vél....

Vigdis (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Takk Vigdís .

Ég veit ekki Brynja mín. Ég hélt að konur héldu ekki almennt að aðrar konur væru heilalausar . Spurningarnar sem ég fékk úr BYKO voru einmitt svona: Settirðu olíu á hana?
Settirðu bensínið á réttan stað?
Ýttirðu á rauða gúmmíið þarna undir?  - Pumpuna?! - Já!
Settirðu nokkuð olíuna á sama stað og bensínið?

ARRRRG!!! - Ég veit ekki hvort að karlmaður hefði verið spurður þessara spurninga. - Leyfi mér að efast um það.

En mér var sérstaklega seld olía með og ég keypti þetta RÁNDÝRA bensín sem fæst nú til dags (það mun fylgja þessum sláttuvélum til BYKO ásamt smurolíunni) - sem ég setti á hana áður en ég byrjaði að setja hana í gang.

Mér finnst bara að þegar maður kaupir sláttuvél, þá á hún að virka og fara í gang í fyrsta starti - ALLTAF! ekki með hléum og hvíldum og eitthvað. Mér finnst 40.000,- fyrir sláttuvél líka ágætis peningur og mér finnst að hún eigi að virka.
Verst að þú varst ekki að vinna í BYKO daginn sem ég verslaði þetta apparat.

Hulda Brynjólfsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Já og til viðbótar. Sú fyrri fer ekki í gang nema endrum og sinnum og hin slær ekki af drifinu (þær eru með drifi, legg ekki á vöðvabólguna mína að ýta þessu áfram  ) - Hún er semsagt alltaf með drifið á þó ég sleppi því þegar ég þarf að fara aftur á bak.

Í morgun fór svo hvorug þeirra í gang. Á morgun; BYKO here I come!!!

Hulda Brynjólfsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband