Ferðast og ferðast.

Í gærkvöldi lauk ferðalagi mínu og dætranna um sunnanverða Vestfirði... Nei, þetta er nú varla rétt orðað... Við vorum aðallega á Patreksfirði, en skoðuðum Rauðasand, Breiðuvík, Látravík og Bjargtanga, Kollsvík og síðan fórum við á Bíldudal og í Selárdal og að Uppsölum Gísla nokkurs Wink . Þetta er mjög lítill hluti sunnanverðra Vestfjarða og því finnst mér það of stórt til orða tekið að segja að við höfum skoðað þá alla að sunnanverðu.

Við hittum vinkonu mína og börnin hennar á Patreksfirði, en þaðan er hún ættuð og þóttist heimavön Smile. Hún var því leiðangursstjóri og sýndi okkur það markverðasta þarna í kring. Þetta er í raun frábær staður og náttúrufegurðin alveg mögnuð. Það er samt greinilegt að byggð er að dragast saman og mörg hús sem virðast standa auð á Patró.

Við skoðuðum flug og ferðasafnið á Hnjóti og það er safn í orðsins fyllstu merkingu. Þar mátti finna held ég bara ALLT sem tilheyrir gömlum dögum. Vestfirðir eru ægifagrir og allt þeirra umhverfi. Vegirnir eru hrikalegir en venjast ótrúlega vel þó maður sé alinn upp í rennisléttum Flóanum og súpi hveljur ef maður stígur uppá þúfu. Maður keyrði ýmist utan í fjallshlíðunum með hafið berjandi klettana fyrir neðan sig eða bara ofan á fjöllunum. Og þar var ekki mikinn gróður að hafa. Kindur eru á beit í flestum grastoppum og einn bóndinn bauðst að fyrra bragði til að skjóta tíkina mína. Þá hafði ég víst hleypt henni út óþarflega nálægt nokkrum skjátum, en ég sá þær bara ekki þarna í fjörunni sem við vorum akkúrat staddar í þá...

Mér er algjörlega óskiljanlegt hverjum datt í hug að senda börnin og unglingana í "betrun" vestur í Breiðuvík. Afskekktari stað held ég að varla sé hægt að finna. Hafi markmiðið verið að slíta tengsl við ættingjana og gera þeim erfitt fyrir að heimsækja börnin sín, þá er það viðhorf sem hefur algjörlega haldið þarna, en að það hafi verið mannbætandi er mér hulið markmið. En það er fallegt þar. Að það sé nóg fyrir unglinga sem líður illa leyfi ég mér að efast um.

Í Kollsvík er gömul verstöð og fjárhús í flæðarmálinu, hálf komin á kaf í hvítan sand. - Hvernig stendur annars á því að allar fjörur þarna eru með hvítan sand en ekki svartan??? Þar fóru flestir úr sokkum og skóm og óðu í dásamlegum læk sem rann þar í sandinum.

Toppurinn var síðan 17.júní hátíðarhöldin á Bíldudal. Í fullkominni blíðu og glampandi sólskini fór fólk fylktu liði á eftir tveimur drengjum í gallabuxum sem báru þjóðfánann á undan hersingunni sem gekk á eftir og söng í mjög svo ósamstilltum samsöng; "Hæ, hó, jibbýjey og jibbýjey, það er kominn sautjándi júní" ásamt fleiri lögum. Ekki einu sinni tromma á undan. - Það var FULLKOMIÐ!!!! Þegar sveitarstjórinn, presturinn og fjallkonan höfðu lokið sínum lestrum, steig síðan hljómsveit staðarins á svið. Bar hún það frumlega nafn; Júgursmyrsl. Fyrsta lagið sem þeir fluttu hét Kærulaus, var eftir þá sjálfa og byrjaði einhvernveginn svona:

Ég pissa í vaskinn
skeini mig ekki
þvæ mér seinna
ég er kærulaus....

Spurning hvort það hæfir þessum degi, en þarna og þá fannst mér það alveg geggjað.
Þeir enduðu síðan á að syngja Working class hero! og það gerðu þeir alveg snilldarvel.

Læt fylgja með nokkrar myndir: Patreksfjörður 127

Patreksfjörður 091 Patreksfjörður 098

Patreksfjörður 088 Patreksfjörður 058

Patreksfjörður 123 Patreksfjörður 163


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Flottar myndir og hefur greinilega verið snilldarferðalag. Hálföfunda þig af flakkinu. Þarf að drífa mig þarna vestur.

Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband