28.5.2008 | 22:00
Skólalok
Ég er alveg að komast í sumarfrí.
Það er hálf skrýtin tilfinning alltaf, að sleppa hendinni af nemendum og fara útí fríið.
Síðasti dagurinn með mínum bekk var í dag, en á morgun verð ég með 7. bekk í trjáklippingum og snyrtingu við skólann. Í hádeginu verður grillað og síðan fara allir heim. Ég er með mikla vinnumenn í þessum hóp og ég er mest hrædd um að ég hafi ekki nóg handa þeim að gera.
Í dag var mikið gaman hjá okkur í 1. og 2. bekk. Við fórum í langa göngu að leita að skógi eða trjálundi sem mér hafði verið sagt að væri í góðri gönguleið frá skólanum. Þar væru líka gamlar tóftir og úreltir traktorar sem hægt væri að leika sér í. Við lögðum af stað í bítið, tókum nestið með og gengum í átt til skógar...
Ég verð að segja að þetta er sá best faldi skógur sem ég hef vitað um.
Þetta var eins og í sögunni af Búkollu; við gengum lengi lengi, settumst niður og átum nesti, en hvergi baulaði Búkolla. Endaði með því að við snerum við og löbbuðum heim, án þess að finna svo mikið sem eina grein.
Það er bara með þessi Holt hérna að það sér enginn maður neitt frá sér, því um leið og komið er uppá einn hólinn er annar framundan sem ekki sér yfir... grrr!!
Við bjuggum til pítsudeig og létum það hefast fram yfir hádegi, en þá var lagt í hann með 3. og 4. bekk líka, hjólbörur fullar af gangstéttarhellum, grillkol, olíu og ýmislegt matarkyns. Að þessu sinni var bara farið að skóginum sem vex allt í kringum skólann
Hlaðnar voru hlóðir úr gangstéttarhellunum, þurrum greinum og kolum raðað ofan í ásamt góðum skammti af sinustráum og pokanum utanaf kolunum, kveikt í með stæl og laggó; bálið brennur!
Voru nú grillaðar pylsur með brauði vöfðu utanum yfir opnum eldi og það þótti mörgum skemmtilegt! (ekki síst mér)
Skemmst er frá því að segja að við fórum ekkert meira heim í stofu. Við vorum bara þarna í leikjum og sleiktum sólskinið. - Þetta bara hljóta að vera þau bestu skólalok sem hægt er að hugsa sér.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.