25.5.2008 | 00:01
Já alveg rétt
Júróvisjón var í kvöld.
Ég verð því miður að játa það að ég er ekki áhugamanneskja um júróvisjón. Fylgist bara ekkert með því. Veit samt hvaða lag fór fyrir Ísland og mér skilst að Rússland hafi unnið núna. Ég reyndar sá það lag flutt í undankeppninni, því þegar ég heyrði Sigmar segja að heimsmeistarinn í skautadansi væri á sviðinu með þeim, "...en hann fengi bara plastdúk til að skauta á sem væri á stærð við heita pottinn í sundlaug Garðabæjar. Það væri svipað og heimsmeistarinn í bruni myndi skíða niður hraðahindrun!" Þá stóð ég upp og sagði: "þetta bara verð ég að sjá!" - Það var reyndar alveg þess virði.
En á fimmtudaginn bauð ég unglingunum mínum að halda smá júróvisjónpartý og það var mjög skemmtilegt - fannst þeim! Það er samt ekkert mjög sniðugt að blanda saman 7 krökkum af báðum kynjum þegar þau eru 11 og 12 ára gömul. Allavega ekki þegar plássið er ekki meira en það er hjá mér. Það var ansi mikið karpað og kýtt. Þegar sjónvarpið hafði verið hækkað í 79 til að heyra í því yfir rifrildið, fór ég og skakkaði leikinn og fékk miklar yfirlýsingar um hvað "hitt kynið" væri óþolandi.
En þegar þau fóru sögðu þau að það hefði verið "gegt gaman!"
Þetta dugði alveg fyrir mig,- þarf ekki meiri stemningu yfir Júróvisjón.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.