Dýrðardagar

Sumir dagar eru bara betri en aðrir. Þetta var einn af þeim.

Ég var náttúrulega í svo miklum ham eftir adrenalín-kikkið í gær að ég var varla vöknuð þegar ég var lögð af stað í fjallgöngu. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég labba uppá Ingólfsfjall, en núna ákvað ég að labba í áttina að Inghól sem er á svo til miðju fjallinu og af honum sér maður til allra átta. Hann sést líka svo til alls staðar að þegar maður horfir á Ingólfsfjall af jörðu niðri... í hæfilegri fjarlægð að sjálfsögðu.
Og það vantaði ekki að útsýnið er geggjað þarna ofan af. Maður sér til allra átta, vötn, ár og fjöll í allar áttir og svo á haf út. Því miður var aðeins skýjað svo ég sá ekki allt nægilega skýrt, en það er bara til þess að ég mun fara um leið og sólin skín aftur og sjá þetta í bjartara veðri og þá ætla ég líka að hafa með mér myndavél.

Ein vinkona mín er að smíða hús og seinnipartinn fór ég að hjálpa henni við að setja síðustu gifsplöturnar á sinn stað svo málararnir geti farið að mála. Þegar það var búið var passlegt að fara að grilla og sá ég um það á meðan hún gerði sósu og fleira meðlæti. Nammi namm.

Til að fullkomna daginn var síðan lagt á sitthvorn hestinn og riðið útí vorkvöldið. Á góðum hesti á fallegu kvöldi og reiðgöturnar bara sendnar moldargötur.

Ég segi eins og maðurinn; Bikar minn er barmafullur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband