Kjarkæfing

Á dauða mínum átti ég von...

Þegar Adrenalín-garðurinn á Nesjavöllum var opnaður fyrir ekki svo mjög löngu síðan, hugsaði ég með mér og sagði áreiðanlega upphátt líka; "þangað mun ég nú aldrei láta draga mig!"

En það er eins og sagt er; maður á aldrei að segja aldrei, því aldrei getur aldrei orðið aldrei. Ég fór þarna í dag. Pinch 
Óvissuferð með samstarfsfólki mínu. Þegar ég var mætt á staðinn horfði ég á þessa staura og hugsaði með mér; "þetta er fáránlegt!"
En ég hef aldrei farið eitthvað án þess að taka þátt í því sem gert er og því var ég fljót í beltið sem maður er klæddur í þannig að manni líður eins og í skírlífsbeltunum sem voru læst hérna á Viktoríutímunum (eða hvenær það var...) setti hjálm á höfuðið og var manna fremst að raða mér upp við tækin.
Fyrst var klifrað upp 11 metra háan klifurvegg. Þar sem ég hef áður klifið svona vegg, fannst mér það lítið mál. Hinir í hópnum halda í línuna sem maður er festur við og skólastjórinn var aðeins tímabundinn. Hann dró því þann sem var að klífa upp á eigin handafli, þannig að maður þurfti ekkert mjög mikið að hafa fyrir þessu. Svo var bara látið gossa niður aftur,- í sigstöðu takið eftir.
Næst var það staur, sem mitt nákvæma auga taldi vera ca 15 metra á hæð. Utan á honum voru járnkrókar sem maður klifraði upp (það gekk reyndar vel) þegar upp var komið átti maður að standa upp, snúa sér í hring, mæla eitthvað skáldlegt og stökkva svo framaf!!!!! (Línan hélt manni að sjálfsögðu)
Í stuttu máli sagt voru þarna nokkrir sem léku sér að þessu, en með mér og staurnum tókust miklir kærleikar þegar ég átti um þrjá króka eftir uppá topp. Var semsagt komin í um 12 - 13 metra hæð. "Ég fer ekki lengra!" sagði ég.  "Það er allt í lagi!" sagði gaurinn sem stjórnaði, "slepptu bara staurnum!"   Blush  Eftir dálitlar fortölur og áköf faðmlög við staurinn sleppti ég loks alveg og lét mig vaða. - Það var reyndar ekki alveg eins slæmt og ég hélt.
Næst fengum við að fara í rólu sem var dregin upp í þetta 10 - 11 metra hæð og svo sleppti maður. Ég verð að viðurkenna að þá var ég farin að sjóast og þvílíkt kikk sem ég fékk út úr því.
Og að lokum vorum við dregin að hún upp í línu þar sem við snerumst nokkra hringi og vorum svo höluð niður aftur. Eftir hin ósköpin var það alls ekki flókið.

Þetta var geggjað!
Ég fer aldrei aftur!

Þarf þess heldur ekkert,- það er nóg að gera svona einu sinni. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband