20.5.2008 | 13:58
íslensk tunga
Ég er að velta fyrir mér málfari okkar svona almennt. Daglegt spjall, sem unglingarnir eru oft sagðir móta, er það gott eða slæmt?
Alveg er ég viss um að mörgum finnst alveg skelfing að hlusta á málfar okkar eins og það er í dag, enda er málið alltaf að taka breytingum. Mér finnst það reyndar ekki vera með öllu slæmt. Mér finnst það bera þess merki að það sé lifandi en ekki steindautt eins og latínan til dæmis. Þannig hafa máltæki fest sig í sessi sem kannski voru alveg fáránleg fyrst þegar við heyrðum þau (eða forfeður okkar).
Ég nota mjög mikið bæði soldið og dáldið. Það þykir ábyggilega ekki flott, enda er mér bent á að þetta sé ekki íslenska ef þessu bregður fyrir í einhverju sem ég er að skrifa og senda frá mér.
Þegar ég var í KHÍ fyrir örfáum árum síðan heyrðist mikið, sérstaklega hjá íþróttafréttamönnum: "þeir eru að spila góðan bolta" og kennarar mínir í KHÍ gátu alveg tekið flog yfir þessari hörmung. Þá sögðu nemendur mínir; "Ég er bara ekki að fatta þetta!" í annarri hverri setningu og það pirraði mig ekki neitt. Ekki nema þegar ég var nýkomin úr fyrirlestri hjá fyrrnefndum kennurum KHÍ. - og svo náttúrulega að þeir skyldu ekki fatta það sem ég var að kenna þeim...
Núna tröllríður öllu: "Það var sagt mér!" fullorðnir hlæja að þessu og finnst þetta svo fáránlegt að það taki engu tali. Það sé svo fáránlegt að það þurfi jafnvel ekki að hafa áhyggjur af því. En nú er mér hætt að lítast á, því þessi setningaskipan er notuð í mjög miklum mæli. Miklu meira en ég hélt:
"Það var hent steini í hann!"
"Það var strýtt henni!"
"Það var látið fá honum þetta!" Í alvöru, þetta heyrði ég líka í vetur.
Ég meira að segja stranda stundum þegar ég ætla að leiðrétta þetta, því ég sé að börnin skilja ekki hvað er vitlaust við setninguna, þau eru orðin svo vön að heyra þetta svona.
Haldið þið að þegar kynslóðin, sem elst upp við þetta málfar, fer að ala upp sín börn, þá verði það orðið eðlilegt?
Tja,- maður spyr sig! (Samt var ekki spurt mig.)
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú út af fyrir sig fallegra mál að segja " það var sagt mér" heldur en "ég bara voouu og hann bara nohh og ég þá bara púúing" Þótt því fylgi raunar oft býsna leikræn tilþrif !!
Hallmundur Kristinsson, 20.5.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.