19.5.2008 | 17:32
Hundaeigendur
Mér finnst svo skrýtið hvað sumir hundeigendur eru blindir á hundana sína.
Ég þekki þetta mál reyndar ekki;
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/19/hagsmuna_hundeiganda_ekki_gaett/
...en þarna kemur samt fram að hundurinn hafi verið óskráður og eigandinn ekki með leyfi fyrir honum. Hvernig stendur þá á því að hundeigandinn er í rétti gagnvart dómstólum þegar hundurinn bítur barn?
Ég á hund sjálf og geri mér grein fyrir að þetta er dýr sem hefur eðli til að verja sig og sína. Ég hef alltaf verið varkár með hana innanum ókunnuga og sérstaklega nálægt börnum. Ég get orðið mjög pirruð á því þegar fólk mætir með hundana sína í skrúðgöngur og þá sérstaklega á gamlárskvöld eða þrettándanum, þar sem flugeldasýning er væntanleg. Svo eru þessi grey vælandi af hræðslu eða spenning yfir öllum hinum hundunum. Þegar eitthvert barnið rekst síðan utan í þá eða ætlar að klappa þeim, eru þeirra fyrstu viðbrögð að bíta frá sér í vörn.
Hve oft hafið þið ekki séð manneskju með hund, nálægt er barn sem er hrætt við hundinn og eigandinn segir: "Þetta er allt í lagi, hann gerir aldrei neitt!"
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.